fbpx
Laugardagur 02.mars 2024
Fókus

Hefur ekki verið með karlmanni síðan fyrir misheppnuðu fegrunaraðgerðina – „Ég vil ekki sofa hjá neinum lengur“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 28. nóvember 2023 09:29

Fjölmiðlar vestanhafs birtu myndir af fyrirsætunni árið 2017 og sögðu hana óþekkjanlega.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Linda Evangelista, 58 ára, var ein frægasta og eftirsóttasta ofurfyrirsæta tíunda áratugsins.

Hún kom fram í ótal herferðum, gekk niður tískupalla fyrir stærstu merki heims, var á forsíðum Vogue og svo má ekki gleyma fræga George Michael tónlistarmyndbandinu sem hún lék í ásamt Naomi Campbell, Cindy Crawford og Christy Turlington.

Linda var vinsæl fyrirsæta á tíunda áratug síðustu aldar.

Á meðan starfssystur hennar héldu áfram að vinna í iðnaðinum hélt Linda sig til hlés og veltu margir því fyrir sér hvað hafði orðið um hana. Árið 2021 steig hún fram og útskýrði fjarveru sína í tilfinningaþrungnum pistli á samfélagsmiðlum.

Linda sagði að vinsæl fegrunaraðgerð hefði afmyndað hana í framan. Hún fór í vinsæla og algenga fituminnkandi fegrunaraðgerð sem kallast CoolSculpting fyrir sjö árum. Fyrirsætan sagði að aðgerðin hafi skilið hana eftir afmyndaða til frambúðar og hafi gert hana að einsetukonu. Nú, tveimur árum eftir að hún ræddi þetta fyrst, opnar hún sig um einkalífið og karlmenn.

Hún segir að hún sé einhleyp og hafi engan áhuga að deita í nýju viðtali við bresku útgáfu Sunday Times.

„Ég vil ekki sofa hjá neinum lengur,“ segir hún og bætir við: „Ég vil ekki heyra neinn anda.“

Hún segir að hún hefur ekki deitað neinn síðan fyrir misheppnuðu aðgerðina.

Fyrirsætan kærði fyrirtækið sem framkvæmdi aðgerðina, Zeltiq Aesthetics Inc, og krafðist rúmlega sex milljarða króna í skaðabætur. Hún hélt því fram að í stað þess að minnka fitu hafi aðgerðin fjölgað fitufrumum. „Og skilið mig eftir afmyndaða til frambúðar, þrátt fyrir að hafa gengið í gegnum tvær sársaukafullar leiðréttingaragðerðir sem virkuðu ekki,“ sagði hún á sínum tíma.

Í júlí í fyrra greindi Linda frá því að hún hefði náð samkomulagi við fyrirtækið en gaf ekki upp upphæðina.

Sjá einnig: „Hætt að vera í felum“ og deilir fyrstu myndunum eftir martraðakennda fegrunaraðgerð

Horfir ekki í spegil

Í dag er hún að vinna í því að sætta sig við fortíðina. „Ég er hætt að kenna sjálfri mér um þetta. Ég er farin að sýna mér mildi. En það truflar mig ennþá aðeins hvað fólki finnst um mig, en ég var vön að láta það trufla mig mjög mikið svo það hefur aðeins lagast,“ segir hún við Sunday Times.

„Ég veit núna að ég gerði ekkert rangt en í mjög langan tíma leið mér þannig. Ég er ekki alveg laus við þetta, ég þarf að hafa mikið fyrir því að vera ekki með samviskubit eða skammast mín. Og ég er ekki að leyfa þessu að eyðileggja líf mitt lengur.“

Það er eitt sem hún getur ekki gert: Horft í spegil. „Ég horfi ekki í spegilinn. Sonur minn segir kannski við mig: „Þú vilt kannski vita að þú sért með bólu á hökunni.“ Og ég er alveg: „Ha?“ En lífið er betra án spegla.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Opnar sig um ofbeldi í fyrri samböndum – „Ég vil þetta ekki lengur“

Opnar sig um ofbeldi í fyrri samböndum – „Ég vil þetta ekki lengur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýjar upplýsingar um heilsuástand Katrínar eftir að Vilhjálmur þurfti skyndilega að aflýsa komu sinni á viðburð

Nýjar upplýsingar um heilsuástand Katrínar eftir að Vilhjálmur þurfti skyndilega að aflýsa komu sinni á viðburð