fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fókus

Sviptir hulunni af vinsælu klámfyrirtæki – Lýsir hryllilegri upplifun

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 23. nóvember 2023 09:25

Madison Scott sagði sögu sína í þættinum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Klámstjarnan Madison Scott opnar sig um hryllilega upplifun á tökustað og er ein af mörgum konum sem sviptir hulunni af klámfyrirtæki sem hefur notið mikilla vinsælda um árabil.

Hún var gestur í hlaðvarpsþættinum Actress Hub á dögunum og var spurð hvort það væri eitthvað atriði sem hún hefði viljað sleppa að taka upp.

„Public Disgrace fyrir Kink. Ég var nýhætt með konu sem ég var í D/s sambandi með,“ segir hún til að lýsa hugarástandi sínu á þeim tíma.

D/s stendur fyrir dominance og submission, þar sem annar aðilinn hefur vald yfir hinum. Gjarnan þekkt í BDSM-samfélaginu.

Frægi kastalinn þar sem fyrirtækið var til húsa.

Kink er klámframleiðslufyrirtæki sem sérhæfir sig í blætis- og BDSM-tengdu klámi. Leikarinn James Franco gerði heimildarmynd um fyrirtækið árið 2013 og sögðu forsvarsmenn fyrirtækisins vera stolt af því að þetta væri vettvangur þar sem siðferðislegt BDSM klám væri framleitt. Hins vegar hafa sögur og ásakanir á hendur Kink og starfsmönnum þess bent til annars.

Árið 2015 var klámstjarnan James Deen sakaður um kynferðislegt ofbeldi af tíu konum í klámiðnaðinum og sögðu nokkrar þeirra að ofbeldið hafi átt sér stað í tökum fyrir Kink. Fleiri konur hafa stigið fram og sagt að umhverfið á tökustað hafi ekki verið öruggt og að það hafi verið brotið á þeim. Í kjölfarið var höfðað fjögur mismunandi mál gegn Kink og forstjóra þess, Peter Acworth.

Í mars 2023 steig klámleikkonan Alexis Tae fram og sakaði leikstjóra um að hafa hunsað beiðni hennar um að þurfa stoppa atriði. Önnur leikkona, Kathryn Mae, var viðstödd og staðfesti frásögn Tae.

„Þeir settu hausinn minn í kassa“

Klámstjarnan Madison Scott hefur bæst í hóp þeirra kvenna sem hafa hræðilega upplifun af Kink. Hún sagði sögu sína í hlaðvarpsþættinum Actress Hub.

„Þeir gáfu mér heila flösku af Jack Daniels áður en við byrjuðum að taka upp. Ég var í „black out“ og þeir settu hausinn minn í kassa. Ég hef ekki hugmynd um hvað gerðist eftir það,“ segir hún.

Myndbandið var birt á vefsíðu Kink og hefur Madison horft á hluta af því. „Margir segja að þetta sé þeirra uppáhalds atriði af mér, en ég man ekkert eftir því. Ég var varla með meðvitund. En eftir á láta þeir þig taka upp atriði þar sem þú segist hafa verið samþykk öllu því sem gerðist og þetta hafi verið frábært. En ég var alveg út úr því,“ segir hún.

Hlaðvarpsstjórnandinn segir að hann sé rúmlega hundrað kílóa karlmaður og að heil flaska af Jack Daniels myndi ganga frá honum.

„Ég var alveg farin,“ segir hún, „Þetta var mjög erfiður dagur. Ég var með sjálfsvígshugsanir, þetta var hryllileg upplifun.“

Hún segir síðan að Kink sé ekki lengur starfandi. „Líklegast vegna alls þess sem er að koma fram um starfshætti þeirra núna,“ segir hún.

@actresshub69 The way she just casually tells the story is so wrong 💀 #corn #cornstar #madisonscott #podcast #thebougieshow ♬ Paris – Else

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nærbuxur stjörnunnar verulega umdeildar – „Er þetta Rosa Parks?“

Nærbuxur stjörnunnar verulega umdeildar – „Er þetta Rosa Parks?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Manst þú eftir „fallegustu stúlku veraldar“? – Svona lítur hún út 14 árum seinna

Manst þú eftir „fallegustu stúlku veraldar“? – Svona lítur hún út 14 árum seinna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lára og lyfjaprinsinn eignuðust dóttur

Lára og lyfjaprinsinn eignuðust dóttur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sex ára dóttir Diljár fékk einstaka gjöf – ,,Meyra og tárvota mamman er svo þakklát“

Sex ára dóttir Diljár fékk einstaka gjöf – ,,Meyra og tárvota mamman er svo þakklát“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Smáatriði í mynd af Justin Bieber á Íslandi veldur fjaðrafoki

Smáatriði í mynd af Justin Bieber á Íslandi veldur fjaðrafoki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – „Vinn í sálinni, huganum og rassinum“

Vikan á Instagram – „Vinn í sálinni, huganum og rassinum“