fbpx
Föstudagur 25.júlí 2025
Fókus

Tanja Ýr veitti sjaldséða innsýn í ástarsambandið á Akureyri

Fókus
Miðvikudaginn 25. október 2023 12:29

Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn og athafnakonan Tanja Ýr Ástþórsdóttir veitti sjaldséða innsýn í ástarsamband hennar og breska kærasta hennar, Ryan.

Tanja Ýr var valin Ungfrú Ísland árið 2013. Hún stofnaði fyrirtækið Tanja Ýr Cosmetics árið 2015 – en ákvað að hætta með það fyrir ári síðan – og hárvörumerkið Glamista Hair í loks árs 2020 ásamt vinkonu sinni, Kolbrúnu Elmu Ragnarsdóttur.

Sjá einnig: Tanja Ýr á tímamótum og lokar stórum kafla í lífi sínu

Tanja Ýr og Ryan fögnuðu nýverið tveggja ára sambandsafmæli. Athafnakonan hélt sambandinu að mestu frá sviðsljósinu fyrsta árið en hefur hægt og rólega verið að kynna Ryan til leiks á Instagram.

Mynd/Instagram
Mynd/Instagram

Í janúar 2022 greindi DV frá því að dularfullur breskur sjarmör hafi fylgt Tönju til landsins en hún opinberaði ekki samband þeirra fyrr en í mars 2022.

Síðan þá hefur hún birt nokkrar myndir af þeim en fylgjendur fengu að sjá meira af parinu í nýjustu myndaseríu Tönju á Instagram.

Mynd/Instagram

Þau eyddu helginni á Akureyri og virtust hafa notið í botn. „Besta helgin,“ skrifaði Tanja Ýr með færslunni.

Turtildúfurnar fóru í Skógarböðin og bjórböðin á Akureyri, fengu sér gott að borða, og kíktu út í drykki.

Mynd/Instagram
Mynd/Instagram
Mynd/Instagram
Mynd/Instagram
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Coldplayhneykslið – Segir framhjáhaldarann mögulega geta höfðað mál gegn sveitinni

Coldplayhneykslið – Segir framhjáhaldarann mögulega geta höfðað mál gegn sveitinni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Óskarsverðlaunaleikkona syrgir sinn fyrrverandi sem drukknaði í skelfilegu slysi

Óskarsverðlaunaleikkona syrgir sinn fyrrverandi sem drukknaði í skelfilegu slysi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Orðrómur frá Hollywood – Eru ljóshærða kynbomban og djúpraddaði hjartaknúsarinn að draga sig saman á gamalsaldri?

Orðrómur frá Hollywood – Eru ljóshærða kynbomban og djúpraddaði hjartaknúsarinn að draga sig saman á gamalsaldri?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Helgi Ómars og Pétur flytja sig um set

Helgi Ómars og Pétur flytja sig um set
Fókus
Fyrir 4 dögum

Smyglaði myndavél inn á stærsta tónleikaviðburð sögunnar – Live Aid í 35 kornóttum myndum frá fremstu röð

Smyglaði myndavél inn á stærsta tónleikaviðburð sögunnar – Live Aid í 35 kornóttum myndum frá fremstu röð
Fókus
Fyrir 4 dögum

Harkan eykst í skilnaðinum – Sakar Richards um framhjáhald

Harkan eykst í skilnaðinum – Sakar Richards um framhjáhald
Fókus
Fyrir 5 dögum

Forstjóri Astronomer settur í leyfi eftir Coldplay-hneykslið

Forstjóri Astronomer settur í leyfi eftir Coldplay-hneykslið
Fókus
Fyrir 6 dögum

Gæsahúð og góðar minningar

Gæsahúð og góðar minningar