fbpx
Laugardagur 22.júní 2024
Fókus

Ellen opnar dyrnar á heimili sínu í Malibu – Marmari á veggjum, sundlaug og sjávarströnd

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 31. janúar 2023 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska leikkonan Ellen Pompeo opnaði dyrnar á heimili sínu á Malibu Beach í Bandaríkjunum fyrir Architectural Digest. Pompeo er þekktust fyrir hlutverk sitt sem Meredith Grey í læknadramanu Grey’s Anatomy. 19. sería þáttaraðarinnar er nú í sýningu á ABC og hefur Pompeo leikið í þeim öllum.

Pompeo fékk vin sinn, innanhússarkitektinn Martyn Lawrence Bullard, til að aðstoða sig. Hann fann upprunalegan leðursófa frá sjöunda áratugnum og segir Pompeo að þau hafi skipulagt heimilið út frá sófanum. Marmari er á veggjum sem Pompeo segir listaverk í sjálfu sér, stólar frá sjöunda áratugnum við borðstofuborðið og segir Pompeo barborð í sérstöku uppáhaldi. 

Hjónarúmið er smíðað að eiginmanni Pompeo og nógu stórt til að öll fjölskyldan geti legið þar saman og horft á sjónvarpið eða arineldinn. 

Bakgarðurinn er með stórkostlegt útsýni út á ströndina og sjóinn. Sundlaug og gestahús er einnig hluti af eigninni. Gott væri að vera gestur Pompeo núna í janúarkuldanum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Systir mín er alltaf að fá lánaðan pening frá 78 ára gömlum pabba okkar – En borgar aldrei til baka“

„Systir mín er alltaf að fá lánaðan pening frá 78 ára gömlum pabba okkar – En borgar aldrei til baka“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Suri Cruise eins og snýtt út úr nös móður sinnar á nýjum myndum

Suri Cruise eins og snýtt út úr nös móður sinnar á nýjum myndum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dýrley gleymdist við útskrift – „Fékk á end­an­um nafn­laust skjal og upp­skar því­líkt lófa­tak“

Dýrley gleymdist við útskrift – „Fékk á end­an­um nafn­laust skjal og upp­skar því­líkt lófa­tak“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnhildur er með vinalega áminningu til þín eftir helgina

Ragnhildur er með vinalega áminningu til þín eftir helgina