fbpx
Laugardagur 28.janúar 2023
Fókus

Rita Ora opnar sig loksins um þriggja manna sleikinn

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 24. janúar 2023 13:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan Rita Ora rýfur þögnina um frægt atvik í maí 2021 þar sem hún og eiginmaður hennar Taika Waititi, sem var þá kærasti hennar, kyssa leikkonuna Tessu Thompson.

Taika er leikari og leikstjóri og var á þessum tíma var hann að leikstýra myndinni Thor: Love and Thunder í Ástralíu. Tessa fór með hlutverk Valkyrie í myndinni og Rita Ora var einnig í landinu.

Ljósmyndir af þeim þremur kyssast fóru eins og eldur í sinu um netheima og mætti segja að internetið hafi farið á hliðina.

Þetta gerðist í maí 2021 og hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan þá, Rita og Taika gengu í það heilaga í ágúst 2022 en hafa neitað að svara spurningum um kossinn, þar til nú.

Rita ræðir þetta í viðtali við breska GQ tímaritið og útskýrir að hún hafi ákveðið að tjá sig ekki um atvikið og bíða þess að það hyrfi úr kastljósi fjölmiðla.

„Ég held að þegar eitthvað er svo fáránlegt og það er ekkert hægt að botna í því þá sé best að hunsa það,“ segir hún í viðtalinu.

Mynd/Getty

Söngkonan segir að umrætt kvöld hafi hún, Taika og Tessa verið að fá sér í glas og njóta eftir erfiða vinnutörn. Þau hafi farið að fíflast og orðið „bestu vinir“.

„Hver kannast ekki við það að vakna næsta dag eftir drykkju og hugsa: „Ég talaði við þessa manneskju á reykingarsvæðinu í fjóra tíma og ég hef ekki hugmynd hver hún er?“ Þessar myndir eru bókstaflega það, bara vinir að hafa gaman,“ segir hún.

Rita segir að það jákvæða sem hafi komið út úr þessu hafi verið stuðningurinn frá LGBTQIA+ samfélaginu en margir þökkuðu henni fyrir að normalísera hinsegin menningu opinberlega. „Það gladdi mig mikið,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Kristín Sif brotnaði niður í beinni – Fitnessfjölskyldan stendur við bakið á Hrönn

Kristín Sif brotnaði niður í beinni – Fitnessfjölskyldan stendur við bakið á Hrönn
Fókus
Í gær

Nektarkjóll Kourtney Kardashian skiptir fólki í fylkingar

Nektarkjóll Kourtney Kardashian skiptir fólki í fylkingar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Netverjar hrauna yfir matreiðslutakta Beckham – „Hvað næst, kjúklinganaggar?“

Netverjar hrauna yfir matreiðslutakta Beckham – „Hvað næst, kjúklinganaggar?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hanna Stína selur gullmolann í Garðabæ – „Að selja vegna nýrra ævintýra“

Hanna Stína selur gullmolann í Garðabæ – „Að selja vegna nýrra ævintýra“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fjölmennasta bridgemót sem haldið hefur verið frá upphafi

Fjölmennasta bridgemót sem haldið hefur verið frá upphafi
Fókus
Fyrir 2 dögum

My Year of Dicks er framlag Íslands á Óskarnum í ár – Ertu búin/n að horfa á myndina?

My Year of Dicks er framlag Íslands á Óskarnum í ár – Ertu búin/n að horfa á myndina?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kim Kardashian fær úrskurðað nálgunarbann

Kim Kardashian fær úrskurðað nálgunarbann
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leit Þórunnar Antoníu loksins lokið – „Komin með fastan samastað“

Leit Þórunnar Antoníu loksins lokið – „Komin með fastan samastað“