fbpx
Fimmtudagur 26.janúar 2023
Fókus

Þrjár stórstjörnur í sleik og allir að missa vitið – Málið útskýrt

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 27. maí 2021 10:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á sunnudaginn síðastliðinn tók svokallaður „paparazzi“-ljósmyndari myndir af leikstjóranum og leikaranum Taika Waititi og söngkonunni Ritu Oru. Það hafa sögusagnir gengið um meint samband þeirra í ágætis tíma og hefur Rita Ora meðal annars deilt mynd af sér og Taika á samfélagsmiðlum.

Rita Ora birti þessa mynd á Instagram í apríl.

En það er ekki það sem taldist fréttnæmt og orsakaði æðiskast meðal netverja. Heldur vegna þess að leikkonan Tessa Thomspon var með þeim á myndunum og voru þau öll mjög náin. Svo náin að þau voru kyssa hvert annað. En hvað er í gangi? Glamour greinir frá.

Tengsl stjarnanna

Taika var giftur framleiðandanum Chelsea Wistanley árið 2011 en leiðir þeirra skildu 2018 en þeim hafði þar til tekist að halda skilnaðinum úr sviðsljósinu. Rita Ora og franski leikstjórinn Romain Gavras hættu saman snemma árs 2021. Taika hefur í nokkra mánuði núna verið staddur í Ástralíu að leikstýra myndinni Thor: Love and Thunder.

Rita Ora hefur einnig verið í Ástralíu og hefur sést til þeirra nokkrum sinnum á almannafæri.

Tessa leikur Valkyrie í Marvel myndunum og leikur meðal annars í Thor: Love and Thunder. 

Rita Ora er 30 ára, Taika Waititi 45 ára og Tessa Thompson er 37 ára. Myndirnar voru teknar á heimili Taika í Sydney í Ástralíu. Þau virtust skemmta sér konunglega

Daily Mail birti myndirnar sem má skoða betur hér.

Twitter bregst við

Netverjar brugðust að sjálfsögðu við fréttunum og vissu varla í hvorn fótinn þeir ættu að stíga.

Hér má sjá nokkur tíst.

En bíddu?

Nokkrum dögum að myndirnar fóru eins og eldur í sinu um netheima birtust nýjar myndir af Tessu Thompson, í þetta sinn með fyrirsætunni Zac Stenmark. En þó myndirnar hefðu birst með nokkurra daga millibili þá voru þær teknar sama daginn. Sunnudaginn síðastliðinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 23 klukkutímum

Vill að börnin sín taki feilspor

Vill að börnin sín taki feilspor
Fókus
Fyrir 23 klukkutímum

Biggi í Maus gefur út dansvænt skammdegispopp – „Má ég snúza meir?”

Biggi í Maus gefur út dansvænt skammdegispopp – „Má ég snúza meir?”
Fókus
Í gær

Makalaust grín gert að buxum íþróttavörumerkis Kate Hudson

Makalaust grín gert að buxum íþróttavörumerkis Kate Hudson
Fókus
Í gær

Kýldi fyrrverandi stílistann á rauða dreglinum

Kýldi fyrrverandi stílistann á rauða dreglinum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þær þóttu kynþokkafyllstu konur heims og urðu milljónerar á undraverðu hári sínu – Sorgarsaga Sutherland systranna sjö

Þær þóttu kynþokkafyllstu konur heims og urðu milljónerar á undraverðu hári sínu – Sorgarsaga Sutherland systranna sjö
Fókus
Fyrir 2 dögum

Klámstjarna sem tók þátt í 28 manna hópkynlífi á hóteli kemur samstarfsfólki sínu til varnar

Klámstjarna sem tók þátt í 28 manna hópkynlífi á hóteli kemur samstarfsfólki sínu til varnar