fbpx
Sunnudagur 03.mars 2024
Fókus

Friends þátturinn sem var breytt vegna 9/11 hryðjuverkaárásanna

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 21. september 2023 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Friends aðdáendur muna eftir þættinum þar sem hin nýgiftu Chandler og Monica Bing rjúka af stað í brúðkaupsferðina, upphaflega átti þátturinn þó að vera allt öðruvísi en sá sem sýndur var.

Í þættinum The One Where Rachel Tells Ross sjáum við Chandler (leikinn af Matthew Perry) og Monicu (leikin af Courteney Cox) á flugvellinum tilbúin að fara um borð í flugvélina. Þau verða afbrýðisöm út í ástríðufullt par sem er fyrir framan þau í biðröðinni, en parið er uppfært á fyrsta farrými þegar í ljós kemur að þau eru einnig í brúðkaupsferð.

Monica reynir að fá sömu þjónustu fyrir hana og Chandler, en það er ekkert pláss fyrir þau á fyrsta farrými, sem Monica verður pirruð yfir, en nær að hefna sín með því að stela nokkrum appelsínu. Síðar kemur í ljós að parið er á sama hóteli og Monica og Chandler og fær einnig uppfærslu á herberginu sínu.

Það sem áhorfendur fengu ekki að sjá á sínum tíma voru atriði tekin á flugvellinum, en upphaflega átti að sýna meira frá veru Monicu og Chandler á vellinum. Atriðin sem voru ekki sýnd komu síðar fram í dagsljósið. Í einu atriðanna má sjá Chandler segja sprengjubrandara þar sem hann stendur við hliðina á viðvörunarskilti sem segir alríkislög banna brandara um flugrán og sprengjur. Eftir að hafa séð viðvörunina sagði Chandler við einn öryggisvarðanna: „Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af mér frú, ég tek sprengjurnar mínar mjög alvarlega.“

Chandler er þá tekinn af flugvallarvörðum og settur inn í herbergi til yfirheyrslu. Chandler segir sjálfum sér til varnar: „Ætti ekki í alvörunni að standa „engar sprengjur“ á skiltinu? Ég meina, er það ekki gaurinn sem við þurfum virkilega að hafa áhyggjur af hérna? Gaurinn með sprengjurnar?

Þessar senur úr áttundu þáttaröð Friends áttu að fara í sýningu árið 2001, sama ár og árásirnar á tvíburaturnana voru gerðar, 11. september. Framleiðendur þáttanna töldu því best að taka út senurnar þar sem minnst er á sprengjur á vellinum og taka upp nýjar senur.

Þátturinn með senunum kom síðar fram í dagsljósið eins og áður sagði og í upphafi fá áhorfendur skilaboð frá framleiðendum. Þar segir: „Eftirfarandi senum var eytt úr þættinum When Rachel Tells Ross og eru sýndar hér í fyrsta skipti. Sagan fól upphaflega í sér að Chandler grínaðist með öryggisgæslu á flugvellinum og átti þátturinn að fara í loftið tveimur vikum eftir atburðina 11. september 2001. Í ljósi þessa ákváðum við að breyta upprunalegu sögunni. Sem hluti af sögu Friends þáttanna vonumst við til þess að nú sé hægt að skoða atriðin í þeim anda sem upphaflega var ætlað.“

Talið er að þessar eyddu senur hafi verið fáanlegar á breskri útgáfu af Friends DVD diskunum árið 2004. Myndbandinu var deilt á YouTube árið 2007 og var framleiðendum hrósað fyrir ákvörðun þeirra þar sem hræðilegt hefði verið að sýna þessar senur árið 2001.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Farþegi í áfalli yfir framkomu flugfreyju – „Ég hef flogið yfir þúsund sinnum og hef aldrei lent í þessu“

Farþegi í áfalli yfir framkomu flugfreyju – „Ég hef flogið yfir þúsund sinnum og hef aldrei lent í þessu“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Pabbi Hailey Bieber biður fólk um að biðja fyrir henni og Justin Bieber

Pabbi Hailey Bieber biður fólk um að biðja fyrir henni og Justin Bieber
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nýjar upplýsingar um heilsuástand Katrínar eftir að Vilhjálmur þurfti skyndilega að aflýsa komu sinni á viðburð

Nýjar upplýsingar um heilsuástand Katrínar eftir að Vilhjálmur þurfti skyndilega að aflýsa komu sinni á viðburð
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bianca Censori buxnalaus vekur athygli – Svona klæðir hún sig í kringum börn Kanye West

Bianca Censori buxnalaus vekur athygli – Svona klæðir hún sig í kringum börn Kanye West