Það þarf stundum ekki að leita langt til að bæta kynlífið, til dæmis er ágæt leið að fara í ávaxtadeildir matvöruverslana og sjá hvað hjálpar. Sérstaklega er þó mælt með eftirfarandi ávöxtum.
Bananar
Bananar innihalda ensím sem geta hjálpað til við að auka kynhvöt auk þess að hafa góð áhrif á ristil karlmanna. Bananar innihalda einnig mikið magn B-vítamína sem viðhalda aukinni orku í líkamanum.
Vatnsmelónur
Vatnsmelónur auka vökvamagn í líkamanum auk þess að auka kynhvöt og framlengja stinning þar sem amínósýrur vatnsmelóna hjálpa til við að halda æðum heilbrigðum.
Avókadó
Avókadó er ríkt af fólínsýru sem hjálpar til við efnaskipti próteins, sem vetir líkamanum aukna orku. Avókadó er einnig með mikið magn B6 vítamíns sem eykur framleiðslu karlhormóna. Avókadó eykur þó ekki aðeins kynhvöt karla, heldur einnig kvenna.
Ferskjur
Ferskjur innihalda mikið magn a C vítamíni sem eykur framleiðslu sæðis og er afar gott þeim er stríða við ófrjósemi.
Jarðarber og hindber
Báðar tegundir berjanna innihalda mikið magn a sinki sem er bráðnauðsynlegt fyrir bæði karla og konur þegar kemur að kynlífi. Berin auka kynhvöt hjá báðu kynjum auk þess að auka framleiðslu sæðis hjá karlmönnum.
Epli, mangó, sítrusávextir, fíkjur og kirsuber eru einnig meðal þeirra ávaxta sem mælt er með þegar kemur að skemmtilegu og líflegu kynlífi.