

Leandro De Niro Rodriguez, barnabarn Óskarsverðlaunaleikarans Roberts De Niro er látinn, aðeins nítján ára að aldri. Móðir hans Drena De Niro greindi frá þessum sorglegu tíðindum á samfélagsmiðlum í gær og minntist sonar síns.
„Þú hefur verið gleði mín, hjarta mitt og allt það sem var nokkurn tímann tært og raunverulegt í mínu lífi. Ég veit ekki hvernig ég mun fara að því að lifa án þín en ég mun reyna að halda áfram og deila þeirri ást og birtu sem þú veittir mér. Hvíldu í friði og eilífri paradís elsku drengurinn minn,“ skrifaði hún undir ljósmynd á Instagram-síðu sinni.
Drena er ættleidd dóttir De Niro frá hjónabandi hans við leikkonuna Diahnne Abbott en saman áttu þau svo soninn Raphael.Leandro ásamt afa sínum og móður Ekki hefur verið greint frá dánarorsök Lenadro en hann hafði látið til sína taka í leiklistinni eins og hinn heimsfrægi afi hans. Þar ber hæst hlutverk hans í kvikmyndinni A Star Is Born árið 2018 . Þá hefur hann meðal annars leikið í kvikmyndinni The Collection og Cabaret Maxime.
