fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
Fókus

Rúmlega níu hundruð þátttakendur hlupu í Hengil Ultra

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 10. júní 2023 16:59

Dalrós Ingadóttir og Sölvi Snær Egilsson Mynd: Einar Bárðarson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Salomon Hengill Ultra 2023 fór fram í Hveragerði í dag og í gær og það má segja að þar hafi verið sannkölluð hlaupaveisla. Það var Adam Komorowski frá Póllandi sem sigraði hundrað mílna hluta keppninnar og Rúmeninn Mihai Serban sem varð í öðru sæti en þeir voru þeir einu af fimm sem hófu keppni í vegalengdinni sem kláruðu.

Adam Komorowski fyrir ofan Sleggjubeinsskarð
Mynd: Mummi Lú

Það voru þau Sölvi Snær Egilsson og Dalrós Ingadóttir sem sigruðu 106 km hluta mótsins. Thelma Björk Einarsdóttir kom svo fyrst í mark í 53 km dagleiðinni á tímanum 5:27:23 sem er brautarmet. Sigurjón Ernir Sturluson sigraði karlaflokkinn á nýju persónulegu meti í þessari vegalengd.Rúmlega níu hundruð hlauparar lögðu af stað en þetta er í 12 sinn sem mótið er haldið en hlaupið er um stóbrotið uppland Hveragerðis og Ölfus.

Mynd: Mummi Lú
Mynd: Mummi Lú
Mynd: Mummi Lú

Hægt er að nálgast öll úrslit helgarinnar hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Justin Bieber „breytti sársauka í list“ á Íslandi

Justin Bieber „breytti sársauka í list“ á Íslandi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Með fjórða stigs krabbamein og tónleikaferðalaginu aflýst

Með fjórða stigs krabbamein og tónleikaferðalaginu aflýst
Fókus
Fyrir 3 dögum

Læknir varar fólk við því að pissa í sturtu

Læknir varar fólk við því að pissa í sturtu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Wacken Metal Battle: Flösuþeytarar etja kappi á laugardag um að fá að spila í fyrirheitna landinu

Wacken Metal Battle: Flösuþeytarar etja kappi á laugardag um að fá að spila í fyrirheitna landinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

5 strangar reglur sem stjörnurnar þurfa að fylgja á Met Gala

5 strangar reglur sem stjörnurnar þurfa að fylgja á Met Gala
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjáðu stjörnurnar á Met Gala 2025

Sjáðu stjörnurnar á Met Gala 2025