fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
Fókus

Guðni Th. mætti í afmæli Hugarafls

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 10. júní 2023 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hugarafl fagnaði 20 ára afmæli samtakanna á fimmtudag. Margir góðir gestir glöddust með Hugaraflsfélögum. Í tilefni dagsins var farið yfir sögu samtakanna, baráttuna, hugmyndafræði valdeflingar og bata sem notuð hefur verið í samtökunum frá fyrsta degi.

Rætt var um að Hugarafl hefur alla tíð lagt áherslu á að nýta reynslu notenda sem þekkja geðheilbrigðiskerfið á eigin skinni til að stuðla að breytingum á þjónustu við einstaklinga sem ganga í gegnum geðrænar áskoranir. Stemningin var einlæg og persónuleg, fundarstjóri minnti á að Hugarafl er lágþröskuldaúrræði í grasrótinni sem er opið öllum landsmönnum.  Hugaraflskonur sáu um mögnuð tónlistaratriði á milli ræðubúta.

Willum Þór Þórsson ráðherra steig á stokk og fagnaði með gestum. Hann ræddi mikilvægi samtakanna í Íslensku samfélagi og hvatti Hugarafls fólk til dáða. Willum þakkaði Hugarafli áralanga þátttöku í stefnumótun og samstarf við ráðuneytið. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands steig einnig á stokk, hann ræddi mikilvægi gleðinnar og tjáði væntumþykju sína fyrir Hugarafli og öðrum samtökum. Hann ræddi mikilvægi þess að við fáum öll að sýna hvað í okkur býr og mikilvægt að hver og einn fái tækifæri til að gefa af sér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Justin Bieber „breytti sársauka í list“ á Íslandi

Justin Bieber „breytti sársauka í list“ á Íslandi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Með fjórða stigs krabbamein og tónleikaferðalaginu aflýst

Með fjórða stigs krabbamein og tónleikaferðalaginu aflýst
Fókus
Fyrir 3 dögum

Læknir varar fólk við því að pissa í sturtu

Læknir varar fólk við því að pissa í sturtu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Wacken Metal Battle: Flösuþeytarar etja kappi á laugardag um að fá að spila í fyrirheitna landinu

Wacken Metal Battle: Flösuþeytarar etja kappi á laugardag um að fá að spila í fyrirheitna landinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

5 strangar reglur sem stjörnurnar þurfa að fylgja á Met Gala

5 strangar reglur sem stjörnurnar þurfa að fylgja á Met Gala
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjáðu stjörnurnar á Met Gala 2025

Sjáðu stjörnurnar á Met Gala 2025