fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fókus

Svikahrappurinn sem blekkti elítuna nær óþekkjanleg á nýrri mynd

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 7. júní 2023 11:14

Mynd/AP/Shutterstock/Mary Altaffer

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svikahrappurinn Anna Sorokin, sem kallar sig Anna Delvey, birtir nýja mynd af sér og segja netverjar hana nær óþekkjanlega.

Á myndinni er hún uppi í rúmi í hvítum baðslopp til að auglýsa nýja hlaðvarpsþáttinn hennar – The Anna Delvey Show.

Anna var 28 ára gömul þegar hún var dæmd til fjögurra til tólf ára fangelsisvistar fyrir fjársvik og þjófnað árið 2019. Glæpir hennar náðu yfir margra ára tímabil. Hún sat inni í tæp fjögur ár og var leyst úr haldi í desember 2019.

Henni tókst að vingast við fullt af ríkum og frægum einstaklingum á árunum 2013-2017 með því að þykjast sjálf koma frá auðugri fjölskyldu á Þýskalandi. Sannfærði hún fólk um að gífurlegt fjármagn væri eyrnamerkt henni á reikningi á vegum föður hennar sem hún fengi umráð yfir þegar hún næði tilteknum aldri. Þessi reikningur var þó að sjálfsögðu ekki til.

Anna við réttarhöldin.

Anna er í stofufangelsi og verður þátturinn tekinn upp í íbúð hennar í New York.

„Þetta verður í fyrsta sinn sem ég verð með eigin vettvang og get tjáð mínar persónulegu skoðanir á áhuga almennings á sögu minni,“ sagði hún við Deadline í síðustu viku. Hún sagði að hún mun einnig fá til sín góða gesti, eins og fyrirsætuna Emily Ratajkwoski og leikkonuna Juliu Fox.

Árið 2022 komu út leiknir þættir á Netflix, Inventing Anna, sem eru byggðir á sögu Önnu og hvernig henni tókst að blekkja elítuna í Bandaríkjunum og svíkja út gífurlega mikið af peningum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Enn einn Snapchat-perrinn
Fókus
Í gær

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“
Fókus
Í gær

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leið eins og Mary Poppins

Leið eins og Mary Poppins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kanye West ætlar í klámið

Kanye West ætlar í klámið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leitar sér hjálpar vegna Ozempic notkunar eftir ákall áhyggjufullra aðdáenda

Leitar sér hjálpar vegna Ozempic notkunar eftir ákall áhyggjufullra aðdáenda