fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fókus

10 merki um að makinn sé að halda framhjá þér með samstarfsfélaga

Fókus
Laugardaginn 27. maí 2023 22:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framhjáhöld á vinnustað eru nokkuð algeng. Samkvæmt Forbes heldur einn af hverjum fimm framhjá með samstarfsfélaga.

Það er ýmislegt í hegðun maka sem gæti gefið vísbendingu um að hann sé að halda framhjá en samkvæmt sérfræðingum eru þetta tíu helstu merkin um að makinn sé að halda framhjá með einhverjum úr vinnunni.

1. Þér er ekki lengur boðið í viðburði á vegum vinnunnar

Ef makinn forgangsraðar vinnuviðburðum fram yfir tíma með þér, og býður þér ekki með, þá gæti það verið merki um að það sé eitthvað á bak við það.

2. Makinn kemur seint heim úr vinnu

Ef makinn byrjar að vinna reglulega frameftir þá gæti það auðvitað þýtt að það sé meira að gera í vinnunni, en það gæti líka þýtt að það sé einhver þar sem hann vill eyða meiri tíma með.

3. Breytt útlit

Ef maki þinn hefur alltaf verið frekar slakur varðandi í hverju hann klæðist í vinnu eða hvernig hann lítur út, en er skyndilega farinn að spá mikið í því, þá skaltu reyna að komast að ástæðunni á bak við það.

4. Passar upp á raftækin sín

Ef makinn þinn byrjar allt í einu að passa vel upp á raftækin sín, eins og tölvu og síma, þá gæti hann verið að fela eitthvað.

5. Skyndilegur metnaður eða spenna fyrir vinnu

Ef hann var kominn með upp í kok af vinnunni en er núna allt í einu svaka spenntur að mæta í vinnuna, þá gæti nýr samstarfsmaður verið ástæðan.

6. Minnist oft á einhvern

Ef makinn er sífellt að minnast á sömu manneskjuna, eða þegar hann er að tala um nokkra samstarfsfélaga en sleppir alltaf að nefna sama nafnið, þá gæti það verið grunsamlegt.

7. Fer í vörn

Ef makinn fer í vörn þegar þú spyrð hann um eitthvað, eins og af hverju hann bauð þér ekki í vinnupartýið eða af hverju hann hafi verið að vinna fram eftir.

8. Er í samskiptum við samstarfsfélaga eftir vinnutíma

Ef makinn eyðir miklum tíma að tala við samstarfsfélaga utan vinnutíma, þá gæti eitthvað verið í gangi á milli þeirra.

9. Breyttur vinnutími

Ef vinnutími maka þíns skyndilega breytist þá gæti það verið til að eyða meiri tíma með ákveðnum aðila í vinnunni.

10. Ný áhugamál

Ef maki fær skyndilega nýtt áhugamál, það gæti verið ekkert. En það gæti líka verið því einhver í vinnunni hans hefur áhuga á því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Barnastjarnan opnar sig um erfiðleika síðustu ára

Barnastjarnan opnar sig um erfiðleika síðustu ára
Fókus
Í gær

Bókin sem Fanney segir að allir ættu að lesa – „Hún fær fólk til að átta sig á hvað það raunverulega vill út úr lífinu“

Bókin sem Fanney segir að allir ættu að lesa – „Hún fær fólk til að átta sig á hvað það raunverulega vill út úr lífinu“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Rýfur þögnina um samstarfið með Walton Goggins

Rýfur þögnina um samstarfið með Walton Goggins
Fókus
Fyrir 2 dögum

Versta martröð Victoriu Beckham orðin að veruleika

Versta martröð Victoriu Beckham orðin að veruleika
Fókus
Fyrir 3 dögum

Manst þú eftir „fallegustu stúlku veraldar“? – Svona lítur hún út 14 árum seinna

Manst þú eftir „fallegustu stúlku veraldar“? – Svona lítur hún út 14 árum seinna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Rihanna ólétt og frumsýndi kúluna fyrir Met Gala

Rihanna ólétt og frumsýndi kúluna fyrir Met Gala