fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Fókus

Saga B hefur það gott í Egyptalandi

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 6. apríl 2023 12:45

Saga B hefur það gott í Egyptalandi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Saga B, sem heitir fullu nafni Berglind Saga Bjarnadóttir, er í fríi með fjölskyldunni í Egyptalandi.

Hún nýtur mikilla vinsælda á samfélagsmiðlum, með um 15 þúsund fylgjendur á Instagram, og hefur getið sér gott orð sem tónlistarkona um árabil.

„Við fjölskyldan erum hér í fríi að njóta. Mamma verður fimmtug í sumar svo við vildum nýta páskana í smá snemmbúna afmælisferð þar sem við flest munum vinna mikið í sumar. En mamma gaf okkur ferðina í jólagjöf,“ segir Saga B í samtali við DV.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by @sagabofficial

Fjölskyldan er stödd Sharm el Sheik sem Saga er afar hrifin af. „Sharm el sheik er meira bær sem var byggður upp í eyðimörkinni fyrir ferðamenn til að njóta og upplifa skemmtilegar afþreyingar og er mikið að skoða og gera hér. En til dæmis eru aðrar borgir fullar af fornminjum og sögu,“ segir hún.

Sjá einnig: Saga B nýkomin heim frá Dúbaí í sjötta skipti

„Hér koma til dæmis Ítalir í frí eins og Íslendingar skella sér til Tenerife. En í Egyptalandi eru færri reglur en í flestum Miðausturlöndum og áfengi og þessháttar undir léttari löggjöf.“

Aðsend mynd.
Aðsend mynd.

Saga segir að fjölskyldan hefur verið að njóta og skapa margar dýrmætar minningar í Egyptalandi. „Það sem ég er að elska hérna er menningin, maturinn og veðrið. Svo er verðlagið stór kostur, það er mjög hagstætt miðað við Spán og Ítalíu,“ segir hún.

„Við erum búin að vera með leiðsögumann í allri ferðinni sem heitir Sambo. Hann hefur verið okkur innanhandar og farið með okkur allt sem við viljum fara. Hér er fólk hlýtt og einstaklega hugað að manni líði vel og sé ánægður í fríinu sínu.“

Aðsend mynd.

Spennandi tímar eru fram undan hjá söngkonunni. Það er nýtt lag á leiðinni og tók hún upp nýtt tónlistarmyndband í Egyptalandi. Hún gaf síðast út lag árið 2021.

Fylgstu með Sögu B á Instagram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Grill- og tónlistarhátíðin Kótelettan fór fram í blíðskaparveðri

Grill- og tónlistarhátíðin Kótelettan fór fram í blíðskaparveðri
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sambandsráðgjafi: Fjögur merki um að sambandið sé dauðadæmt

Sambandsráðgjafi: Fjögur merki um að sambandið sé dauðadæmt
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Það komu upp alls konar tilfinningar en mest fann ég fyrir stolti og gleði“

„Það komu upp alls konar tilfinningar en mest fann ég fyrir stolti og gleði“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kynlífsráðgjafi með 45 ára reynslu: Þetta er helsta ástæða framhjáhalds

Kynlífsráðgjafi með 45 ára reynslu: Þetta er helsta ástæða framhjáhalds
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hafði þetta að segja um hjónabandið fjórum mánuðum áður en eiginmaðurinn sótti um skilnað

Hafði þetta að segja um hjónabandið fjórum mánuðum áður en eiginmaðurinn sótti um skilnað
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þórunn Antonía rifjar upp harmsögu strippara á Óðal í skugga mansalsrassíu

Þórunn Antonía rifjar upp harmsögu strippara á Óðal í skugga mansalsrassíu