fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Tom Cruise hefur ekki séð dóttur sína í 10 ár – Katie Holmes ákveðin í að það færi ekki fyrir henni eins og Nicole Kidman

Fókus
Miðvikudaginn 22. mars 2023 15:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var í júní árið 2012 sem leikarahjónin Tom Cruise og Katie Holmes tilkynntu að þau væru að skilja eftir fimm ára hjónaband. Dóttir þeirra, Suri, var aðeins fimm ára á þeim tíma og hefur Tom ekki séð hana síðan árið 2013.

Frá því var greint í vikunni að Suri, sem er 16 ára í dag, sé farin að sækja um háskóla með hjálp móður sinnar. Tom hefur ekkert með þá ákvörðun að gera enda hefur hann ekkert hlutverk í lífi dóttur sinnar.

Katie fékk fulla forsjá yfir dóttur þeirra og samkvæmt skilnaðarpappírunum samþykkti Tom að greiða henni 57 milljónir á mánuði í meðlag.

Ákveðin í að fá fulla forsjá

Suri hefur ekki séð pabba sín í áratug, þrátt fyrir að hann sé með umgengnisrétt. Þegar hjónin fyrrverandi tilkynntu skilnaðinn sinn sagði Tom að hann væri gífurlega hryggur yfir þessum aðstæðum. Það hafi verið Katie sem vildi skilnað.

Lögmaður Katie sagði í yfirlýsingu til People á þeim tíma að Katie setti hagsmuni dóttur sinnar, líkt og alltaf, í forgang.

Tom Cruise var á þessum tíma hér á Íslandi að taka upp mynd sína, Oblivion. Heimildum ber ekki saman um hvort Tom hafi vitað hvað til stóð. Sumar herma að þetta hafi komið flatt upp á hann á meðan aðrar segja að Katie hafi vissulega tilkynnt honum þetta fyrirfram en hafi hins vegar ekki fallist á að leyfa honum að stýra því hvenær skilnaðurinn yrði opinberaður.

Talið er að Katie hafi viljandi sótt um skilnað í New York því þar hafi verið betri líkur á að hún fengi fulla forsjá yfir dóttur þeirra. Dómarar í því ríki eru ekki tilbúnir að dæma sameiginlega forsjá þegar foreldrar standa í deilum.

Með því að fá fulla forsjá yfir Suri gat Katie skráð hana úr Vísindakirkjunni en Katie er sögð vantreysta þessum trúarsamtökum þrátt fyrir að Tom hafi verið þar mjög virkur meðlimur í gegnum hjónaband þeirra. Talið er að á þessum tíma hafi Suri verið að ganga í barnaskóla sem er undir áhrifum Vísindakirkjunnar og hefði Katie aðeins náð henni þaðan ef hún færi ein með forsjá.

Sá hvernig fór fyrir Nicole Kidman

Katie hafi verið vör um sig eftir að sjá hvernig fór eftir skilnað Tom Cruise og fyrri eiginkonu hans, Nicole Kidman, en í kjölfar þess skilnaðar sneru börn Nicole og Tom við móður sinni bakinu. Katie ætlaði ekki að láta það endurtaka sig fyrir hana og Suri.

Heimildarmaður, sem sagður var náinn Katie, sagði að leikkonan hafi verið mótfallin því að Suri væri alin upp í Vísindakirkjunni líkt og faðir hennar og systkini. „Katie er ákveðin að hún verði ekki klippt út úr lífi Suri.“

Það var svo í júlí 2012 sem lögmaður Katie staðfesti að búið væri að ganga frá lögskilnaði og hún hefði fengið fulla forsjá yfir dóttur sinni.

Hjónin fyrrverandi sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í kjölfarið þar sem þau sögðust staðráðin í því að vinna saman að uppeldi Suri með hennar hagsmuni að leiðarljósi. Þau tóku fram að þau vildu halda fjölskyldulífi sínu úr sviðsljósinu og að þau ætluðu að virða trúfrelsi hvors annars og styðja hvort annað í foreldrahlutverkinu.

Samkvæmt TMZ fékk Tom þó rúman umgengnisrétt en þó var sagt að í sátt þeirra hefði sérstaklega verið samið um hvað Tom og Katie mættu ræða við Suri varðandi trúarbrögð, þar á meðan um Vísindakirkjuna.

Tom mætti ekki fara með Suri á neina viðburði á vegum Vísindakirkjunnar og þyrfti ekki að ganga í Vísindakirkjuskóla.

Þrátt fyrir ofangreint hefur Tom ekki nýtt sér umgengnisrétt sinn síðan 2013. Hann á hins vegar í nánu sambandi við hin börnin sín tvö, sem hann átti með Nicole Kidman, en þau eru bæði í Vísindakirkjunni. Nicole hefur ekki talað við Tom í tæp 20 ár.

Tom hélt því fram að vinnan héldi honum frá Suri

Höfundurinn Samantha Domingo sagði í samtali við Us Weekly að Tom sé meinað að eiga í samskiptum við dóttur sína þar sem hún stendur utan kirkjunnar hans. Í augum kirkjunnar sé Suri ekki dóttir hans. Tom hefur þó neitað því að það sé trú hans sem hafi komið í veg fyrir að hann eigi samskipti við dóttur sína.

Hann stefndi Touch magazine árið 2013 fyrir að halda því fram að hann hefði yfirgefið dóttur sína. Fyrir dómi hélt hann því fram að það væru sökum vinnuálags sem hann hefði ekki fundið tíma til að hitta dóttur sína. Hann hefði verið að taka upp mynd í London og hefði ekki komist. Hann hefði þó hringt í hana á hverjum degi.

DailyMail vísar nú til heimildarmanna sem segja að Suri stefni á tískunám í New Yrok.

Leiðtogi Vísindakirkjunnar lýsti því árið 2016 í samtali við DailyMail hvernig kirkjan hefði stýrt lífi parsins á meðan þau voru gift.

Mun Katie hafa óttast að ef að dóttir hennar Suri, sem nú er 10 ára, myndi alast upp innan Vísindakirkjunnar þá væru góðar líkur á því að hún myndi snúa við sér baki, en reglur Vísindakirkjunnar kveða á um meðlimir megi ekki vera í sambandi við þá sem hafa yfirgefið söfnuðinn. Skiptir þá engu þó að um foreldra viðkomandi sé að ræða.

Sjá einnig:

Stígur fram og varpar nýju ljósi á einn frægasta skilnað heims

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði
Fókus
Í gær

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“