Athafnakonan og áhrifavaldurinn Heiðdís Rós Reynisdóttir fór á bátasýningu í Miami í gær. Hún er búsett í borginni og rekur þar lúxusþjónustuna The Dutchess Life VIP.
Sjá einnig: Heiðdís stefnir á Forbes-listann – „Ég er með mikið viðskiptavit og tel mig afar greinda og hæfileikaríka“
Heiðdís sýndi frá bátasýningunni, sem er haldin á hverju ári í Miami, í Story á Instagram.
Athafnakonan sagði í viðtali við Fréttablaðið í byrjun febrúar að fyrirtæki hennar sérhæfi sig í lúxusferðum fyrir fræga og ríka fólkið. Hún sér um bókanir á flottustu næturklúbbunum og veitingastöðum í Miami og útvegar viðskiptavinum sínum einnig aðgang að lúxus snekkjum, glæsibifreiðum og öryggisvörðum.
Það er örugglega gott að vera með puttann á púlsinum þegar kemur að því nýjasta og heitasta í bátabransanum.
Margt er fram undan hjá Heiðdísi en auk þess að ætla að leggja undir sig viðskiptaheiminn langar hana líka að skrifa bók og gefa út lag.