fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Fókus

Dagbjört varar við blekkingum á Tinder

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 6. febrúar 2023 11:33

Dagbjört Rúriks. Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarkonan Dagbjört Rúriksdóttir, eða DÍA eins og hún er kölluð, varar fólk við óprúttnum aðila sem er að nota myndir af henni til að blekkja fólk og spila á tilfinningar fólks. Hún segir að ef einhver er að tala við „hana“ á stefnumótaforriti þá er það ekki hún.

„Það var stelpa sem hafði samband við mig í gær sem sá svo kölluðu Chloé á stefnumótasíðu,“ segir Dagbjört í samtali við DV.

Óprúttinn aðili að nota myndir Dagbjartar á Tinder.Skjáskot/Tinder

„Þetta var ekki fyrsta manneskjan sem hefur haft samband við mig og bendir mér á að einhver sé að nota mínar myndir eða þykjast vera ég. Það hafa verið gerðir gerviprófílar á Instagram þar sem einhver þykist vera ég og ég hef einnig fengið ábendingar um aðra aðganga á Tinder. Svo var líka eitthvað verið að tala um OnlyFans, en á þessum gerviprófíl stóð að ég væri með OnlyFans-síðu. Sem er náttúrulega bara bull, ég hef aldrei verið með OnlyFans,“ segir hún.

Dagbjört Rúriksdóttir. Aðsend mynd.

Dagbjört ítrekar að hún sé ekki manneskjan sem fólk er að tala við á Tinder.

„Ég er með aðgang á Tinder en hef hvorki notað hann lengi né verið með forritið í símanum,“ segir hún.

„Manneskjan sem hafði samband við mig hafði verið alvarlega blekkt um langt skeið, ásamt öðru fólki, og það er ekki fallega gert.“

„Ef einhver sem stundar þetta er að lesa þetta, þá vil ég bara segja að þetta er alls ekki svalt. Þetta gæti gefið þér tímabundna spennu og æsing og falska sjálfsöryggistilfinningu. En þú munt enda með að vera ennþá meira einmana en áður. Vertu frekar þú sjálf/ur og náðu alvöru tengingu við aðra manneskju.“

Fylgstu með Dagbjörtu hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Anna Gundís segir þetta vera algengustu mistökin við að taka sjálfsmynd

Anna Gundís segir þetta vera algengustu mistökin við að taka sjálfsmynd
Fókus
Í gær

„Um tíma átti ég erfitt með að kaupa mér maskara því ég eyddi svo miklum pening í maníu“

„Um tíma átti ég erfitt með að kaupa mér maskara því ég eyddi svo miklum pening í maníu“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sextug kona sigraði í fegurðarsamkeppni

Sextug kona sigraði í fegurðarsamkeppni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sigríður Dögg í óheppilegum árekstri við hunangsflugu – Á lífi en særð eftir atganginn

Sigríður Dögg í óheppilegum árekstri við hunangsflugu – Á lífi en særð eftir atganginn
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég hefði getað misst allt sem ég átti og hún bjargaði mér þegar hún kom í heiminn“

„Ég hefði getað misst allt sem ég átti og hún bjargaði mér þegar hún kom í heiminn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn