fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Hertogahjónin bregðast við afsökunarbeiðni Jeremy Clarkson

Fókus
Mánudaginn 16. janúar 2023 22:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hertogahjónin Harry Bretaprins og Meghan Markle hafa brugðist við afsökunarbeiðni Jeremy Clarkson með harðorðri yfirlýsingu.

Clarkson greindi frá því í dag að hann hefði sent hertogahjónunum afsökunarbeiðni nýlega þar sem hann baðst velvirðingar á ummælum sem hann lét falla í frekar ósmekklegum pistli þar sem hann sagðist leggja fæð og hertogaynjuna og vildi helst sjá hana dregna nakta í gegnum götur Lundúna. Eins baðst hann formlega afsökunar opinberlega í dag á Instagram.

Clarkson sagði þar að orðanotkun hans hafi verið til skammar og hann sæi mikið eftir orðum sínum.

Hertogahjónin segja að Clarkson hafi þó í engu nefnt langvarandi vana sinn að dreifa hatri og hættulegum samsæriskenningum sem og kvenhatri í pistlum sínum.

Í yfirlýsingu hertogahjónanna segir að Clarkson hafi skrifað tölvupóst sem sendur var bara á Harry á jóladag.

„Innihald þess erindis var skráð einkamál og bundið trúnaði. Þó að ný afsökunarbeiðni hafi verið gefin út í dag af herra Clarkson þá er þar í engu minnst á langvarandi vana hans að skrifa greinar sem dreifa hatursáróðri, hættulegum samsæriskenningum og kvenhatri.“

Hertogahjónin segja ljóst að ekki sé um einstakt tilvik að ræða heldur hafi Clarkson gert það að vana sínum að skrifa hatursfulla pistla.

Pistill Clarkson sem um ræddi olli hörðum viðbrögðum og hvöttu þúsundir til þess að Clarkson yrði sviptur vinnunni og ummæli hans fordæmt.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram