fbpx
Mánudagur 05.desember 2022
Fókus

Max Verstappen og Viaplay í frekara samstarf

Fókus
Fimmtudaginn 29. september 2022 09:53

Max Verstappen Mynd/ AFP

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Max Verstappen, heimsmeistari ökumanna í Formúlu 1, og Viaplay hafa útvíkkað samstarf sitt. Max mun bera merki Viaplay á keppnishjálminum sínum frá og með komandi Singapúrkappakstri, og á derhúfunni sinni frá upphafi næsta keppnistímabils. Verstappen mun einnig taka ríkari þátt í gerð efnis sem aðeins verður aðgengilegt áskrifendum Viaplay. Kemur það í kjölfar Viaplay-heimildarþáttanna ‘Verstappen – Lion Unleashed’ og ‘Master of the Track’, sem komu út á þessu ári og hlutu afar góðar viðtökur.

Max Verstappen mun búa til nýtt efni fyrir áskrifendur Viaplay sem frumsýnd verður milli þess sem yfirstandandi keppnistímabilinu lýkur í nóvember og en áður en keppnistímabilið 2023 hefst. Enn fremur hefur hlutverk Verstappen sem sendiherra Viaplay verið útvíkkað. Eins og sagt var frá í janúar nær það til markaða þar sem Viaplay hefur sýningarréttinn á Formúlu 1, en það mun nú ná til allra svæða Viaplay, þar á meðal svæða þar sem Viaplay Select er í boði.

 

„Ég er hæstánægður með aukið samstarf við Viaplay. Samvinnan hefur verið mjög ánægjuleg til þessa og ég hlakka til að búa til meira hágæðaefni í sameiningu, fyrir alla aðdáendur Formúlu 1. Eins og við vitum er streymið nýja leiðin í útsendingum og mér finnst Viaplay standa sig virkilega vel í að móta þessa framtíð,“ segir Max Verstappen.

 

„Samstarf Viaplay og Max hefur gengið einstaklega vel og nú förum við í sameiningu upp um einn gír. Nýja heimildamyndaröðin mun skemmta áhorfendum á milli keppnistímabilanna, en um leið sýna færni Viaplay við að segja sögur úr íþróttaheiminum. Aðdáendur munu komast í enn meira návígi við manninn á bak við hjálminn – sama hjálm og mun koma lógói Viaplay á framfæri við milljónir út um allan heim, allar keppnishelgar,“ segir Peter Nørrelund, íþróttastjóri Viaplay Group.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Dan Nava kom til landsins í tveggja ára verkefni en vissi að hann væri kominn til að vera – „Það er áhugavert tvíeðli ríkjand á Íslandi, sem annars vegar er nútímalegt þjóðfélag, en hins vegar eins og smábær“

Dan Nava kom til landsins í tveggja ára verkefni en vissi að hann væri kominn til að vera – „Það er áhugavert tvíeðli ríkjand á Íslandi, sem annars vegar er nútímalegt þjóðfélag, en hins vegar eins og smábær“
Fókus
Í gær

Helga Möller lætur ofbeldismanninn heyra það – „Þessi fárveiki, siðblindi maður og fjölskylda hans, fær ekki tækifæri til að troða sér inn í hjörtun okkar“

Helga Möller lætur ofbeldismanninn heyra það – „Þessi fárveiki, siðblindi maður og fjölskylda hans, fær ekki tækifæri til að troða sér inn í hjörtun okkar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ritstjórinn með atlögu að Íslandsmeti í ólesnum tölvupóstum

Ritstjórinn með atlögu að Íslandsmeti í ólesnum tölvupóstum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kleini um núverandi kærasta Svölu – „Hver í fokkanum er það?“

Kleini um núverandi kærasta Svölu – „Hver í fokkanum er það?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ingibjörg ólst up við sárafátækt hjá fordómafullum föður sem neitaði að biðja um hjálp

Ingibjörg ólst up við sárafátækt hjá fordómafullum föður sem neitaði að biðja um hjálp
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Mannabörn“ fá minna á broddinn

„Mannabörn“ fá minna á broddinn