fbpx
Fimmtudagur 08.desember 2022
Fókus

Ashton Kutcher viðurkennir loksins eitt stórt um mynd hans og Natalie Portman

Fókus
Þriðjudaginn 27. september 2022 11:05

No Strings Attached. Mynd/IMDB

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ashton Kutcher viðurkennir loksins eitt verst geymda leyndarmál Hollywood – að rómantíska gamanmynd hans og Natalie Portman No Strings Attached er keimlík myndinni Friends With Benefits.

Leikarinn mætti ásamt Natalie Portman í þáttinn Our Future Selves. Í þættinum viðurkenndi hann það sem við eiginlega nú þegar vissum: Að kvikmyndin væri ansi lík rómantísku gamanmynd eiginkonu hans, Milu Kunis, og Justin Timberlake sem kom út sama ár, 2011.

Mila og Ashton voru þá ekki gift. Þau byrjuðu saman árið 2012, trúlofuðust og eignuðust sitt fyrsta barn saman 2014 og gengu í það heilaga 2015.

„Þetta er líka skrýtið því eiginkona mín var eiginlega að taka upp nákvæmlega sömu mynd, Friends With Benefits, sagði leikarinn í Our Future Selves. E! greinir frá.

Báðar kvikmyndirnar eru um karl og konu sem ákveða að eiga í kynferðislegu sambandi án skuldbindinga og rómantíkur, en byrja síðan að bera tilfinningar til hvors annars og þá flækjast hlutirnir.

Vinsælar og skiluðu góðum hagnaði

Báðar myndirnar voru vinsælar. No Strings Attached skilaði meiri hagnaði innanlands; 70 milljónir dollara miðað við þá 55 milljónir dollara sem Friends With Benefits skilaði.

Þær skiluðu nánast sama hagnaði á heimsvísu, um 149 milljónir dollara.

Friends With Benefits var dýrari í gerð, kostnaður var 35 milljónir dollara á meðan kostnaður við gerð No Strings Attached var 25 milljónir.

Natalie Portman og Mila Kunis í Black Swan (2010). Mynd/Shutterstock

Natalie Portman vakti einnig athygli á því að árinu áður hafði hún og Mila Kunis leikið saman í spennutryllinum Black Swan.

„Og Mila og ég vorum nýbúnar í tökum fyrir Black Swan. Þannig við vorum bara öll í sleik við hvert annað,“ sagði hún.

Sú mynd skilaði meiri hagnaði en hinar tvær samanlagt, rúmlega 329 milljónir dollurum. Myndin skilaði einnig Natalie Portman sínum fyrstu Óskarsverðlaunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Edda Falak og Þórdís Elva senda hlýjar kveðjur sín á milli – „Takk fyrir allt sem þú gerir“

Edda Falak og Þórdís Elva senda hlýjar kveðjur sín á milli – „Takk fyrir allt sem þú gerir“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kristján Einar sakaður um lygar – „Hvað sem þjóðin vill kalla það… Athyglissýki?“

Kristján Einar sakaður um lygar – „Hvað sem þjóðin vill kalla það… Athyglissýki?“