fbpx
Sunnudagur 25.september 2022
Fókus

Myrti yfir 600 menn – Konan sem flýtti fyrir ekkjutitlinum

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Laugardaginn 17. september 2022 19:03

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Giulia Tofana er nafn sem fæstir þekkja en verðskuldar samt sem áður vafasaman sess í sögunni. Giulia er nefnilega einhver afkastamesti fjöldamorðingi sögunnar með líf ríflega 600 manna á samviskunni.

En reyndar má telja ólíklegt að samviska hennar hafi verið sérstaklega plöguð af drápunum.

Aqua Tofana

Giulia Tofana var ítölsk athafnakona sem rak blómstrandi snyrtivörugerð á sautjándu öld. Þóttu krem hennar afbragð annarra en Giulia var einnig með aukabúgrein sem gaf jafnvel enn betur af sér en yngingarkremin.

Húð aðstoðaði konur sem vildu flýta fyrir ekkjutitli sínum.

Aðstoðin var í formi blöndu sem hét Aqua Tofana og gulltryggði sú dauða þeirra eiginmanna sem frúr þeirra sáu enga þörf fyrir.

Ekki er til málverk af Guilia en hún mun hafa verið gullfalleg. Og merkilegt nokk….ung orðið ekkja.

Nóg eftirspurn

Flest hjónaband Ítalíu á sautjándu öld komu ekki til vegna ástar heldur voru þau skipulögð af fjölskyldum hjónaefnanna. Þar að auki voru konur algjörlega réttlausar og eignalausar í hjónabandi. Þær voru lítið annað en eign eiginmanns síns og meðal annars mátti karlmaður ganga í skrokk á konu sinni að vil.

Þar sem enn voru yfir 300 ár í lögleiðingu skilnaða (sem fyrst urðu löglegir á Ítalíu árið 1970) var eina dauðsfall eina leiðin út óhamingjusömu hjónabandi.

Guilia tók að sér að sinna eftirspurn eftir slíkum dauðsföllum. Og af nógu var að taka.

Leyninet kvenna

Í fimmtíu ár seldi Guilia Aqua Tofana leyniblönduna til kvenna sem vildu flýta fyrir brottför eiginmanna sinna á vit feðra sinna. Pískrað var töfralausn snyrtivöruframleiðandans kvenna á milli enda hreyti Guilia sér af 100% árangri. Margir reyndu að herma eftir blöndunni, án árangurs þó, þar sem Guilia gætti vel að því að halda henni leyndri.

Enn þann dag í dag er ekki vitað nákvæmlega hvað Aqua Tofana innihélt en í grunninn var um að ræða blöndu af arseniki, blýi og sjáaldursjurt (belladonna).

Guilia seldi Aqua Tofana í hálfa öld áður en upp um hana komst. Svo þögult var leynilegt net ítalskra kvenna. En það var á endanum súpuskál sem varð henni að falli.

En meira af því síðar.

Snjöll viðskipti

Það eru ýmsar samverkandi ástæður fyrir vinsældum blöndunnar svo og hversu lengi Guilia gat rekið eiturbyrlunarbatteríi sitt án afskipta yfirvalda.

Eitrið var dulbúið sem púður eða krem sem engum eiginmanni datt í hug að fyllast grunsemdum gagnvart. Ef viðskiptavinur óskaði eftir var hægt að fá eitrið í litlu glasi sem Guilia merkti heilögum Nikulás. Gátu því eiginkonurnar sagt mönnum sínum að um vígt vatn væri að ræða og sett í drykki þeirra beint fyrir framan nefið á þeim. Til tryggingar góðri heilsu.

Aðeins þurfti örfáa dropa af efninu og það var bæði litlaust og braðglaust og því unnt að blanda í allan mat og drykk.  Fórnarlambið lést ekki samstundis heldur drógust veikindi í marga daga, jafnvel vikur, áður manngreyið gaf upp öndina.

Flest öll eitur sem áður höfðu verið notuð drápu fórnarlambið samstundis svo engum datt eitrun í hug heldur hlaut sjúkdóm um að vera að kenna.

Eitrað í kynslóðir

Giulia Tofana var ekki eini eiturbyrlarinn í fjölskyldunni. Móðir hennar Thofania d’Adamo var tekin af lífi í Palermo árið 1633 fyrir að myrða mann sinn, sennilega með eitri, og Girdana, dóttir hennar, var tekin af lífi með móður sinni árið 1659.

Sem aftur leiðir að súpuskálinni. Nokkru áður hafði viðskiptavinur sett Aqua Tofana í súpuskál eiginmanns síns en fengið samviskubit á síðustu stundu. Reif hún skálina úr höndum bónda síns og játaði allt. Bóndinn klagaði konu sína til yfirvalda og játaði hún að hafa keypt eitrið að Guilia Tofana.

Guilia frétti af handtökuskipuninni og flúði inn í kirkju nokkra og bað griða. Var það veitt. En að nokkrum dögum liðnum fór að berast út kjaftasaga um að Guilia hefði eitrað vatnsból almennings og varð það til þess að múgur réðist inn í kirkjuna og dró Guilia út ásamt dóttur hennar.

Dauðadómar

Guilia var pyntuð og játaði að hafa selt eitur til morða á yfir 600 mönnum. Hún var tekin af lífi ásamt dóttur sinni og þremur starfsmönnum í júlí 1659. En yfirvöld höfðu ekki lokið sér af og hófu að leita að viðskiptavinum Guilia.

Flestar sóru þær að hafa ekkert vitað hvað blandan innihélt en margar voru þó handteknar og sumar jafnvel teknar af lífii.

En sagan af Aqua Tofana var það vel þekkt næstu aldirnar að sjálfur Mozart hélt því fram á dánarbeði árið 1791 að hafa verið byrlað Aqua Tofana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Þau eru guðforeldrar Archie – Ljúfsárar tengingar við fortíð Harry

Þau eru guðforeldrar Archie – Ljúfsárar tengingar við fortíð Harry
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi skjólstæðingur Ellen stígur fram og lætur allt flakka – „Þetta var hryllilegt“ 

Fyrrverandi skjólstæðingur Ellen stígur fram og lætur allt flakka – „Þetta var hryllilegt“ 
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lestu textann við lag Auðs og Bubba – „Fólkið hatar mig, elskar mig“

Lestu textann við lag Auðs og Bubba – „Fólkið hatar mig, elskar mig“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Draumar aðdáenda Johnny Depp rættust – næstum því

Draumar aðdáenda Johnny Depp rættust – næstum því