fbpx
Föstudagur 17.október 2025
Fókus

Leigir út eiginmanninn sinn

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 3. júlí 2022 11:00

Mynd/Hyde News & Pictures

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar hjónin James og Laura Young, sem eiga saman þrjú börn, byrjuðu að finna fyrir fjárhagsvandamálum fékk Laura hugmynd til að leysa þau. Hugmynd hennar var að leigja eiginmann sinn út til fólks sem vantar hjálp við ýmis verkefni en James er að hennar sögn afar handlaginn. Hugmyndina fékk Laura úr hlaðvarpi þar sem verið var að ræða um mann sem vann við að hjálpa fólki að setja saman húsgögn.

Laura útskýrir í samtali við The Sun hvernig eiginmaður sinn tók heimilið þeirra í bænum Bletchley á Englandi í gegn. Hann byggði til að mynda rúmin í húsinu, þar með talið rúmlega 274 sentimetra breitt hjónarúm. Hann byggði stóra hjónarúmið því börnin þeirra neituðu að sofa í eigin rúmum á nóttinni.

Þá setti James nýtt eldhús í húsið og bjó til stofuborðið frá grunni, auk þess sem hann málaði, skreytti, flísa- og teppalagði heimilið.

„Hann er frábær í öllu sem tengist húsinu og garðinum svo ég hugsaði bara með mér, af hverju ekki að nýta þessa hæfileika betur og leigja hann út?“ segir Laura sem opnaði vefsíðuna Rent My Handy Husband svo fólk geti pantað þjónustu eiginmanns síns.

Hún hefur svo auglýst þjónustuna á Facebook og öðrum miðlum en viðbrögðin komu henni á óvart. „Fólk hefur raunverulegan áhuga á þessu. Það hafa verið einhverjar sem rugluðust og héldu að ég væri að leigja James út fyrir eitthvað allt annað! Jafnvel með ástandinu í dag þá er ég ekki að fara að gera það!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Britney Spears birtir óræð skilaboð eftir að fyrrverandi opnaði sig um ógnvekjandi hegðun

Britney Spears birtir óræð skilaboð eftir að fyrrverandi opnaði sig um ógnvekjandi hegðun
Fókus
Fyrir 2 dögum

KÍTÓN tónleikar í Iðnó

KÍTÓN tónleikar í Iðnó
Fókus
Fyrir 2 dögum

Barnsfaðir Britney Spears lýsir ógnvekjandi reynslu sona þeirra – Starði á þá sofa með hníf í hendinni

Barnsfaðir Britney Spears lýsir ógnvekjandi reynslu sona þeirra – Starði á þá sofa með hníf í hendinni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Spyr hvort ferðamenn taki börnin sín ekki með til Íslands

Spyr hvort ferðamenn taki börnin sín ekki með til Íslands
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hafnaði föstu hlutverki í Saturday Night Live – Þetta er ástæðan

Hafnaði föstu hlutverki í Saturday Night Live – Þetta er ástæðan
Fókus
Fyrir 3 dögum

Náði botninum í raunveruleikaþætti – Nær óþekkjanlegur sem vöðvatröll

Náði botninum í raunveruleikaþætti – Nær óþekkjanlegur sem vöðvatröll
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nýjar vendingar í skilnaðardrama ársins

Nýjar vendingar í skilnaðardrama ársins
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – Í sjokki hvað rassabuxurnar virka vel

Vikan á Instagram – Í sjokki hvað rassabuxurnar virka vel