fbpx
Þriðjudagur 16.ágúst 2022
Fókus

Ég var nóttin: Ný skáldsaga eftir Einar Örn Gunnarsson

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 25. júlí 2022 17:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Örn Gunnarsson hefur sent frá sér skáldsöguna Ég var nóttin. Útgefandi er Ormstunga.

Ég var nóttin er Reykjavíkursaga. Eftir langa leit að leiguherbergi býðst ungum lögfræðistúdent óvænt herbergi á furðulega lágu verði í stóru einbýlishúsi í Þingholtunum. Húsið var á sínum tíma með fallegustu glæsihýsum borgarinnar en er nú í niðurníðslu. Leigusalarnir eru roskin hjón sem lifa í fortíðinni og draumórum sínum. Laganeminn er varaður við þeim en þrátt fyrir það aukast samskipti þeirra. Með tímanum fer hann að átta sig á að þau eru ekki öll þar sem þau eru séð.

Einar Örn Gunnarsson er fæddur í Reykjavík árið 1961. Hann hefur skrifað margvíslegan skáldskap, þar á meðal skáldsögurnar Næðingur, Benjamín, Draugasinfónían og Tár paradísarfuglsins. Leikrit Einars Arnar, Krákuhöllin, sem sýnt var í Nemendaleikhúsi Leiklistarháskóla Íslands, hlaut frábærar viðtökur leikhúsgesta og gagnrýnenda. Einar Örn er lögfræðingur og með meistarapróf í viðskiptastjórnun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Þetta heita ryksugur Íslendinga

Þetta heita ryksugur Íslendinga
Fókus
Í gær

Atvik úr morgunþætti vekur reiði – Reyndi að ýta henni tvisvar í burtu

Atvik úr morgunþætti vekur reiði – Reyndi að ýta henni tvisvar í burtu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nicola Peltz rýfur þögnina um „stríðið“ við Victoriu Beckham

Nicola Peltz rýfur þögnina um „stríðið“ við Victoriu Beckham
Fókus
Fyrir 5 dögum

Fyrrverandi kærustur Hollywood-stjörnunnar Armie Hammer stíga fram – „Ég er 100% mannæta“

Fyrrverandi kærustur Hollywood-stjörnunnar Armie Hammer stíga fram – „Ég er 100% mannæta“