fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Karl Bretaprins komst í tilfinningalegt uppnám við að sjá barnabarn sitt í fyrsta sinn

Fókus
Fimmtudaginn 30. júní 2022 10:00

Karl konungur. Mynd: Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á dögunum var sjötíu ára krýningarafmæli Elísabetar Englandsdrottningar fagnað í Bretlandi. Við það tilefni flugu hertogahjónin af Sussex, Prins Harry og Meghan Markle, yfir Atlantshafið ásamt börnum sínum Archie og Lilibeth. Samband hjónanna við bresku konungsfjölskylduna hefur verið stirt, eins og alþjóð veit, og því hefur afi barnanna, Karl Bretaprins, verið í litlum samskiptum við þau

Breskir miðlar greina frá því að Karl hafi verið himinlifandi við að hitta barnabörn sín, sérstaklega að hitta Lilibeth litlu í fyrsta sinn en hún fagnaði 1 árs afmæli sínu í byrjun júní. Hafi Bretaprins í raun komist í tilfinningalegt uppnám sem er nú ekki daglegt brauð á þeim bænum.

Þá var Karl ekki síður ánægður með að hitta hinn þriggja ára gamla Archie en guttinn var aðeins 10 mánaða gamall þegar afinn hitti hann síðast, skömmu áður en foreldrar hans ákváðu að yfirgefa Bretland og flytjast búferlum til Bandaríkjanna.

Þá hittu Archie og Lilibeth einnig langömmu sína, Elísabetu Englandsdrottningu, á meðan fagnaðarlátunum vegna krýningarafmælisins stóð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Fyrir 3 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar