fbpx
Fimmtudagur 07.júlí 2022
Fókus

Katrín Edda deilir gleðifréttum -„Stærsta verkefni lífsins framundan og ég gæti ekki verið tilbúnari“ 

Fókus
Laugardaginn 18. júní 2022 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn og vélaverkfræðingurinn Katrín Edda Þorsteinsdóttir og eiginmaður hennar Markús Wasserbaech eiga von á barni.

Katrín greindi frá þessum gleðitíðindum á Instagram í gær þar sem hún sagðist loksins geta deilt þessum fréttum með fylgjendum sínum.

Í einlægri færslunni greinir hún frá þeim erfiðu tilfinningum sem fylgja því að glíma við ófrjósemi og hvað ferlið sem því fylgdi reyndi bæði á líkama og sál hennar.

„Þið skiljið ekki hvað er búið að vera erfitt fyrir mig að halda svona risastórum hluta af lífi mínu leyndum þar sem ég er vön að koma í story og segja frá öllu, öllu, hæðum og lægðum, en hérna var ég bara ekki tilbúin að hleypa öllum inn í. partinn sem snýr að ófrjósemi. Ég get ekki lýst því í orðum hvað ég hef hlakkað til að pósta svona mynd og tala um þetta allt og hversu mikilli byrði er af mér létt.“ 

Aldrei grunað að þetta tæki svona á sálina

Katrín Edda segir að hana hafi aldrei grunað hversu mikið það tæki á að glíma við ófrjósemi.

„Að ganga í gegnum þessa glötuðu þrautabraut sem ófrjósemi er, er eitthvað sem mig hefði aldrei grunað að myndi taka svona mikið á sálina. Tilfinningin að upplifa sig gallaðan, hugsa stanslaust um hvað maður sé að gera rangt, reyna að breyta sér, fá samviskubit yfir öllu, reyna að bæta allt og fá svo tilfinninguna að alheimurinn hafi hafnað þér og þú sért ekki hæf til að verða móðir.“ 

Katrín segir að það að leita aðstoðar og ganga í gegnum sársaukafullar meðferðir hafi tekið á bæði líkamlega og andlega.

„Á meðan reynir þú að halda öllum boltum á lofti og tækla öll hin krefjandi verkefni lífsins eins og að vera í fullri vinnu, aukavinnu, kaupa íbúð, skrifa og gefa út bók, missa bróður þinn úr krabbameini, halda andliti á samfélagsmiðlum meðan þú sprautar þig með lyfjum á kvöldin, ferð í aðgerðir, fyllist von, missir von, fyllist von, missir von, brotnar niður. 

Brotnar í mola
Brotnar í þúsund mola“ 

Stærsta verkefni lífsins framundan

Svo hafi það loksins gerst. Hún hafi fengið jákvætt þungunarpróf og varla þorað að trúa því.

„Hvað gerist núna? Er ég ólétt? Hvað þýðir það? Hvernig er að VERA ólétt þegar líf þitt hefur snúist um að VERÐA ólétt? Og ég hélt hverja einustu sekúndu af fyrstu 12 vikunum að nú myndi þessi litli ungi yfirgefa mig. Og núna í dag á 16. viku her um bil hverja mínútu. Og ég er dauðdrepógeðslega stressuð um að hann yfirgefi mig nú þegar ég hef sagt öllum frá. En hann hefur ekki yfirgefið mig enn. Hann er enn hér. 
Og ég er svo þakklát fyrir hverja sekúndu sem við fáum að vera saman. Og ég vona svo innilega að hann haldi sér enn fast í mömmu sína. Því ég þrái svo heitt að verða mamma þín. 

Stærsta verkefni lífsins framundan og ég gæti ekki verið tilbúnari.“ 

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Katrin Edda (@katrinedda)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Auðunn kveður orðróminn í kútinn – „Ég hef ekkert um þetta fólk að segja. Ég vil því bara vel“

Auðunn kveður orðróminn í kútinn – „Ég hef ekkert um þetta fólk að segja. Ég vil því bara vel“
Fókus
Í gær

Dakota Johnson lýsir „geðveikinni“ á tökustað Fifty Shades of Grey

Dakota Johnson lýsir „geðveikinni“ á tökustað Fifty Shades of Grey
Fókus
Fyrir 2 dögum

Frábærir Hálandaleikar á Akranesi

Frábærir Hálandaleikar á Akranesi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Eigandi einnar vinsælustu hönnunarverslunar landsins selur slotið

Eigandi einnar vinsælustu hönnunarverslunar landsins selur slotið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vill minnisbælandi meðferð eftir að hafa kysst eiginmann bestu vinkonunnar

Vill minnisbælandi meðferð eftir að hafa kysst eiginmann bestu vinkonunnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Flækjustig bresku konungsfjölskyldunnar – Baráttan um sætið á fremsta bekk

Flækjustig bresku konungsfjölskyldunnar – Baráttan um sætið á fremsta bekk