fbpx
Föstudagur 01.júlí 2022
Fókus

Hataði humarmaðurinn

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Laugardaginn 18. júní 2022 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flestir meðlima Stiles fjölskyldunnar báru merki sjaldgæfs erfðasjúkdóms sem gekk mann fram af manni. Lýsti hann sér í því að hendur þeirra líktust einna helst humarklóm, miðfingur ýmist ekki til staðar eða fastir við þumal eða litla fingur.

Sumir hefðu kannski grátið örlög sín en Stiles fjölskyldan leit ávallt svo á að um blessun væri að ræða. Fjölskyldan eignaðist fjölda barna og í strax í upphafi 19. aldar héldu þau sýningar á ,,Humarfjölskyldunni”. Fjölskyldan hafði vel upp úr sýningunum sem héldu þær áfram, mann fram að manni.

Allt þar til einn meðlimur fjölskyldunnar gjöreyðilagði orðspor þeirra.

Grady sem barn.

Sterkur sem naut

Grady Stiles var fæddur í Pittspburgh árið 1937. Faðir hans var í sýningahóp fjölskyldunnar og börnin voru þegar þau voru einnig höfð til sýnis. Fötlun Grady var meiri en flestra annarra fjölskyldumeðlima, hafði sjúkdómurinn ekki einvörðungu áhrif á hendur hans heldur einnig fætur, og gat Grady ekki gengið.

Grady notaði hjólastól mestalla sína ævi en var með gríðarlegan handstyrk og átti auðvelt með að vippa sér upp úr stólnum. Hann átti einnig auðvelt með að komast um á ógnarhraða með því að nota hendurnar. Grady varð því sterkari og sterkari eftir því sem árin liðu.

Fjölskyldan ferðaðist með sýningu sína um Bandaríkin og þénaði afar vel, um 50-100 þúsund dollara á ári sem var stórfé á þeirra tíma mælikvarða. Grady ólst upp í heimi farandsýninga, var þar sýndur sem ,,Lobster Boy“ og var feikivinsæll. Í sirkusnum hitti hann Mariu Teresu, unga konu sem hafði strokið að heiman og endað í sirkus sem aðstoðarmanneskja.

Grady og Maria giftust og eignuðust fjögur börn, þar af tvö sem erfðu ástand föður síns. Um leið og þau höfðu aldur til voru þau einnig snarlega sett í sýningu.

Ofbeldi

Grady Stiles ungur að árum.

Grady drakk alltaf mikið og illa og beitti bæði konu sína og börn ofbeldi og gríðarlegur líkamlegur styrkur gerði hann afar hættulegan fjölskyldu sinni í verstu köstunum. Þegar að Grady var reiður átti hann til með að beita fólki kyrkingartaki með sterkum klólíkum höndunum eða veita því bylmingshögg. Einu sinni réðist hann svo harkalega á konu sína að hann reif lykkjuna úr henni.

Þegar að unglingsdóttir hans, Donna, varð ástfangin varð Grady hreint út sagt brjálaður því honum líkaði engan vegin við unga manninn. Kvöldið fyrir brúðkaup þeirra skaut hann verðandi tengdason sinn til bana.

Hann var handtekinn næsta dag og sýndi enga iðrun. Grady slapp vel. Lögfræðingur hans hélt því fram að ekkert fangelsi væri í stakk búið að við honum sökum fötlunar hans. Ennfremur benti hann á að Grady væri í ofanálag bæði með skorpulifur og lungnaþembu. Dómari var því sammála og Grady því dæmdur í stofufangelsi og 15 ára skilorð.

Grady ásamt tveimur barna sinna

Grady og Maria höfðu skilið um þetta leiti og kvæntist hann annarri konu og eignaðist tvö börn með henni. Hann beiti seinni konu sinni og börnum sama ofbeldinu og svo fór að hún flúði með börnin af heimilinu og skildi við hann. Grady fór þá að ganga á eftir fyrri konu sinni og eins makalaust og það er féllst Maria Teresa á að giftast Grady aftur þrátt fyrir hávær mótmæli annarra fjölskyldumeðlima. Þau gengur í sitt seinna hjónaband árið 1989.

En hegðun hans varð verri en nokkru sinni fyrr. Hann hafði jú komist upp með að myrða mann og taldi sig yfir alla hafinn. Barsmíðarnar versnuðu og að því kom að Maria þoldi ekki meira.

Maria gengur út eftir að hafa verið dæmd. Með henni eru tvö barna hennar.

Morðið

Þrjú ár inn í hjónabandið bauð hún 17 ára nágranna þeirra, Chris Wyant, 1.500 dollara fyrir að myrða mann sinn. Var sonur Mariu, Glenn, með í ráðum. Chris læddist inn í hjólhýsi hjónanna nótt eina ekki löngu síðar og skaut Grady Stiles til bana.

Það var lögreglu augljóst hver hafði framið morðið. Við réttarhöldin fullyrti Maria að Grady hefði drepið fjölskyldu sína fljótlega hefði hann ekki verið stöðvaður. Börn hans tóku undir þau orð í vitnisburði.

Chris Wyant var engu að síður dæmdur í 27 ára fangelsi, Maria Teresa fékk 12 ára dóm og Glenn lífstíðardóm.

Grady Stiles III sagði móður sína aldrei hafa ætlað að myrða föður sinn.

Því við má bæta að einn sona Grady, einnig nefndur Grady, sagði síðar að móðir hans hefði aldrei skipulagt morðið á föður hans. Hún hefði einfaldlega sagt að eitthvað yrði að gera í málunum og hafi þau bæði talið að það yrði lúskrað á honum.

Grady Stiles var það hataður að engir var viljugur til að vera kistuberi og aðeins tíu manns mættu við jarðarförina. Ekkert þeirra felldi tár og Stiles fjölskyldan dró sig alfarið í hlé.

Chris Wyant sat af sér öll 27 árin og var sleppt árið 2009. Mariu var sleppt árið 2000. Glenn lést í fangelsi árið 2014.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég er hætt að réttlæta það að ég pósti mynd af mér í – afsakið orðbragðið – fokking bikiníi á Instagram“

„Ég er hætt að réttlæta það að ég pósti mynd af mér í – afsakið orðbragðið – fokking bikiníi á Instagram“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Svala Björgvins og Gréta Karen slá í gegn í myndatöku fyrir kynlífstækjaverslun

Svala Björgvins og Gréta Karen slá í gegn í myndatöku fyrir kynlífstækjaverslun