fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Minnist síðustu stundanna í lífi 17 ára dóttur sinnar – „Það eina sem við vitum er að andlát hennar var friðsælt“

Fókus
Fimmtudaginn 16. júní 2022 12:44

Sean Casten ásamt Gwen dóttur sinni þegar hún var á lífi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sean Casten, þingmaður í Illinois-fylki Bandaríkjanna, syrgir Gwen dóttur sína sem lést aðeins 17 ára gömul. Hann lýsir á hjartnæman hátt hvernig síðustu stundirnar voru í lífi Gwen en ekki er vitað hvernig hún lést.

Casten skrifar um þessar stundir á Twitter, í færslu sem einnig er undirrituð af Köru, eiginkonu hans, og Audrey, 15 ára dóttur þeirra.

Þar kemur fram að Gwen borðaði kvöldverð með fjölskyldunni þann 12. júní áður en hún fór út með vinum sínum.

„Þegar hún kom aftur heim sagði hún „Góða nótt“ við okkur Köru, sendi vini skilaboð um að hún væri komin heim heil á húfi, en vaknaði síðan ekki morguninn eftir,“ skrifar Casten þann 15. júní. „Það eina sem við vitum er að andlát hennar var friðsælt.“

Hann skrifaði einnig um fjölda afreka Gwen á lífsleiðinni og það sem hún hafði mesta ástríðu fyrir.

Stofnaði Valdeflingarklúbbinn

„Engin orð geta lýst tómarúminu í hjartanum sem myndast þegar barn deyr. Gwen var glöð og heilbrigð ung kona sem hlakkaði til að byrja í háskólanum í Vermont þar sem hún ætlaði að læra umhverfisvísindi.“

Ekki aðeins hafði Gwen mikinn áhuga á tónlist heldur spilaði hún á trompet og tók þátt í uppfærslu skólans síns á Mary Poppins. Hún var líka aðgerðarsinni og stofnaði Valdeflingarklúbbinn eftir skotárásina í Parkland framhaldsskólanum en klúbburinn snerist um allt frá því að koma í veg fyrir skotárásir, auka umhverfisvernd, efla sýnileika hinsegin fólks, skipuleggja viðburði í anda Black Lives Matter, til þess að hvetja stúdenta til að nýta kosningarétt sinn.

„Hún átti góða vini, kennara og fjölskyldu sem gaf henni mikið. Ef ljósið innra með henni virtist bjartara en ljós annarra var það vegna þess að hún var svo öflug í að endurspegla birtuna og kærleikann sem hún fékk frá öðrum.“

Ástin vísar leiðina

Casten segir að þrátt fyrir harm fjölskyldunnar þá hafi hún líka lært að njóta samverustunda með ástvinum.

„Við viljum trúa á bjartari framtíð en það eina sem við höfum stjórn á er nútíminn,“ skrifaði Casten og þakkaði öllum þeim sem hafa vottað fjölskyldunni samúð sína vegna andláts Gwen.

„Þau ykkar sem spyrja hvað þið getið gert, þá viljum við bara að þið lifið lífi ykkar eins og Gwen lifði sínu lífi. Njótið augnabliksins. Notið alla ykkar orku til að tryggja að morgundagurinn verði betri og fallegri. Ekki af því að þið vitið að ykkar morgundagur kemur, heldur af því að þið vitið að aðrir eiga eftir að upplifa sinn morgundag. Ástin vísar leiðina  – Sean, Kara og Audrey Casten.“

Þann 13. júní deildi hann því á Twitter að dóttir sín væri látin en sagði ekkert meir. Orsök andlátsins hefur ekki verið úrskurðuð en dánardómstjóri í Illinois sagði við E!Online að það væri til rannsóknar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Fyrir 3 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar