fbpx
Föstudagur 01.júlí 2022
Fókus

Daðraði með kaffinu og netverjar fá ekki nóg – „Þetta er eins og Disney mynd“

Fókus
Laugardaginn 28. maí 2022 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kaffibarþjónninn Sophie Hosking starfar á kaffihúsi í Edinborg og ákvað hún að láta viðskiptavin vita að hún hefði áhuga á honum með því að nýta hæfileika sína í kaffiframreiðslu.

Hún deildi svo myndskeiði af uppátækinu á TikTok sem hefur farið sem eldur í sinu um netheima.

„Þekkir einhvern þennan mann? Hann er alltaf að koma hingað í vinnuna til mín og mér finnst hann svo sætur. Ég vil taka sénsinn.“

Hún bjó svo til drykkinn sem hann pantaði sér og notaði froðunna til að skrifa „þú ert sætur“ með litlu hjarta fyrir ofan.

Á myndbandinu sést hún svo hrista hausinn á meðan hún færir manninum kaffið en svo er henni gífurlega létt þegar hún svo sér hann taka mynd af skilaboðunum.

Í öðru myndbandi tilkynnir hún fylgjendum sínum að hún hafi fengið símanúmer mannsins í kjölfarið og eins komst hún líka að því að maðurinn hefur verið að taka myndir af öllum kaffibollunum sem hún hefur lagað fyrir hann síðustu mánuðina. Svo líklega var hann líka byrjaður að spá í hana.

Parið hefur nú verið að skiptast á skilaboðum og ætla að fara á sitt fyrsta stefnumót þegar þau eru búin að klára sumarfríin sín.

Netverjar héldu varla vatni yfir þessari krúttlegu hversdagssögu.

„Ef þetta væri ég þá hefði ég keypt giftingarhring um leið og ég sá kaffið,“ skrifaði einn

„Fröken, það er ástæða fyrir því að hann er alltaf að koma aftur, gangi þér vel“

„Þetta er eins og Disney mynd,“ skrifar enn einn.

„Ég er svo glöð fyrir ykkar hönd. Ég vona að þetta sé upphafið af mörgum hamingjusömum árum.“

 

@yungoatmilk lmfao guys what if he sees this #omg #workcrush #fyp #foryou #edinburgh #edieats #sos #viraltiktok ♬ Ylang Ylang – FKJ & ((( O )))

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Mari var tekin af foreldrum sínum og bjó í barnaþorpi áður en hún flutti til Íslands

Mari var tekin af foreldrum sínum og bjó í barnaþorpi áður en hún flutti til Íslands
Fókus
Í gær

Tilgangslausar staðreyndir sem gera lífið örlítið skemmtilegra

Tilgangslausar staðreyndir sem gera lífið örlítið skemmtilegra
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hugljúft myndband Söru Bryndísar vekur mikla athygli utan landsteinanna – „Ég átti ekki von á því að það myndu svona margir sjá þetta“

Hugljúft myndband Söru Bryndísar vekur mikla athygli utan landsteinanna – „Ég átti ekki von á því að það myndu svona margir sjá þetta“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég er hætt að réttlæta það að ég pósti mynd af mér í – afsakið orðbragðið – fokking bikiníi á Instagram“

„Ég er hætt að réttlæta það að ég pósti mynd af mér í – afsakið orðbragðið – fokking bikiníi á Instagram“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjöfn heimækir veitingastaðinn Múlaberg og listrænt heimili Margrétar leirlistakonu á Akureyri

Sjöfn heimækir veitingastaðinn Múlaberg og listrænt heimili Margrétar leirlistakonu á Akureyri
Fókus
Fyrir 3 dögum

Reyndi að svipta sig lífi á meðan hann var í símanum við Megan Fox

Reyndi að svipta sig lífi á meðan hann var í símanum við Megan Fox
Fókus
Fyrir 4 dögum

Eign dagsins – Fallegt útsýni á stórum þaksvölum í Reykjavík

Eign dagsins – Fallegt útsýni á stórum þaksvölum í Reykjavík
Fókus
Fyrir 4 dögum

Alræmt viðtal við „ógnvekjandi“ Tom Cruise vekur athygli á ný

Alræmt viðtal við „ógnvekjandi“ Tom Cruise vekur athygli á ný