fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Kendall Jenner aftur höfð að háði og spotti fyrir eldamennskuna – „Hvílíkt ljósku móment“

Fókus
Föstudaginn 27. maí 2022 16:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Raunveruleikastjarnan og fyrirsætan Kendall Jenner er nú aftur að verða fyrir aðkasti fyrir hæfileika sína í eldhúsinu, eða skortinn á þeim, en ekki er langt síðan fyrirsætan var höfð að háði og spotti fyrir að kunna ekki að skera gúrku.

Sjá einnig: Kendall Jenner höfð að háði og spotti fyrir hvernig hún sker gúrku

Nú hefur hún aftur vakið háðfuglana í netheimum og að þessu sinni fyrir að ætla að sjóða pasta með smjöri.

Eftir stóra gúrkumálið virðast netverjar hafa lagst í rannsóknarvinnu og tókst þeim að grafa upp ársgamalt YouTube-myndband frá fyrirsætunni Hailey Bieber. En í því myndbandi má sjá þær vinkonur elda ameríska hversdagsréttinn „mac&cheese„. En til þess þurftu þær að sjóða pasta.

Hailey sagði þá: „Núna ætla ég að hella skeljunum út á“ en Kendall greip þá inn og spurði „Smyrðu það ekki fyrst?“

„Smyrja vatnið?“ spurði Hailey þá hlæjandi.

„Já á maður ekki að gera það? Þannig geri ég hrísgrjón,“ sagði Kendall þá flissandi.

„Þú saltar vatnið,“ útskýrði Hailey.

„Okey svo þú smyrð það eftir á..,“ sagði Kendall þá.

„Þið viljið kannski klippa þetta út,“ sagði Hailey þá við tökuliðið. Kendall sagði þó að það væri óþarfi. „Nei þú mátt hafa þetta með,“ sagði Hailey flissandi.

Aðdáendum var þó ekki skemmt. Sérstaklega tóku þeir þetta nærri sér í ljósi þess hvernig Kendall sker gúrkur.

„Ég meina, er hún heimsk?“, spurði einn.

„Hún var vafin í bómull hjá ríkri fjölskyldu. Hún hefur enga hæfileika utan þess að vera sæt,“ sagði annar.

„Hvílíkt ljósku móment, „sagði enn einn.

„… og þetta frá manneskjunni sem kann ekki að skera gúrkur, „skrifar enn einn.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta