fbpx
Fimmtudagur 07.júlí 2022
Fókus

Móðir Kailiu Posey biðlar til foreldra – Greinir frá síðustu dögum hennar áður en hún svipti sig lífi

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 25. maí 2022 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Móðir Kailiu Posey, fegurðardrottningar og fyrrverandi barnastjörnu, biðlar til foreldra um að tala við börnin sín um andlega heilsu.

Kailia svipti sig lífi, aðeins sextán ára gömul, þann 2. maí síðastliðinn. Marcy Posey Gatterman, móðir Kailiu, opnar sig um síðustu dagana í lífi dóttur sinnar.

„Hún virtist vera í lagi dagana og vikurnar fyrir þetta,“ sagði Marcy í viðtali við E! News.

„Ég fór ekki í gegnum símann hennar. Hún fór með vinum sínum á skólaball og næsta dag var allt í góðu.“

En það virtist allt hafa breyst þann 1. maí. Kailia bað móður sína um að kaupa svitalyktareyði fyrir sig, en hún sagðist þurfa hann fyrir skólann daginn eftir. Kailia hafði nýlega komist í klappstýrulið skólans og lenti í öðru sæti í Miss Washington Teen USA fegurðarsamkeppninni.

Mynd/Instagram

Nokkrum mínútum eftir að Marcy fór út í búð yfirgaf Kailia heimilið á einum fjölskyldubílnum. Þetta var í síðasta skipti sem Marcy sá dóttur sína á lífi.

„Hún skildi eftir bréf til mín og bréf til bestu vinkonu sinnar. Hún sagðist elska mig og að henni þætti þetta leitt og að stóri bróðir hennar myndi verða besti vinur hennar að eilífu.“

Marcy sagðist vona að andlát dóttur hennar yrði áminning um mikilvægi þess að tala opinskátt um andlega heilsu.

„Foreldrar sem eigið unglinga, skoðið símana þeirra. Og ef þú ert að glíma við erfiðleika, talaðu við foreldra þína. Þau dæma þig ekki, þau munu hjálpa þér að fá hjálpina sem þú þarft á að halda, en við þurfum að vita hvað er í gangi svo við getum hjálpað,“ sagði hún.

Kailia byrjaði að keppa í fegurðarsamkeppnum þegar hún var þriggja ára gömul og kom fram í vinsælu raunveruleikaþáttunum Toddlers & Tiaras þegar hún var fimm ára gömul.

Fyrir fólk sem ekki fylgist með raunveruleikaþáttum eða barnafegurðarsamkeppnum kannast örugglega margir við andlit hennar. Einstakt bros Kailiu er ein vinsælasta GIF-mynd allra tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Auðunn kveður orðróminn í kútinn – „Ég hef ekkert um þetta fólk að segja. Ég vil því bara vel“

Auðunn kveður orðróminn í kútinn – „Ég hef ekkert um þetta fólk að segja. Ég vil því bara vel“
Fókus
Í gær

Dakota Johnson lýsir „geðveikinni“ á tökustað Fifty Shades of Grey

Dakota Johnson lýsir „geðveikinni“ á tökustað Fifty Shades of Grey
Fókus
Fyrir 2 dögum

Frábærir Hálandaleikar á Akranesi

Frábærir Hálandaleikar á Akranesi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Eigandi einnar vinsælustu hönnunarverslunar landsins selur slotið

Eigandi einnar vinsælustu hönnunarverslunar landsins selur slotið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vill minnisbælandi meðferð eftir að hafa kysst eiginmann bestu vinkonunnar

Vill minnisbælandi meðferð eftir að hafa kysst eiginmann bestu vinkonunnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Flækjustig bresku konungsfjölskyldunnar – Baráttan um sætið á fremsta bekk

Flækjustig bresku konungsfjölskyldunnar – Baráttan um sætið á fremsta bekk