fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Breskir fjölmiðlar segja að Beta Eyþórs sé „mjög lík“ ákveðinni prinsessu

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 15. maí 2022 14:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrátt fyrir að Systur hafi ekki náð að safna mikið af stigum í lokakeppni Eurovision í gær þá stóðu þær sig samt frábærlega og var íslenska þjóðin ánægð og stolt af þeim.

Eins og allir sem fylgdust með keppninni vita þá bar Úkraína sigur úr býtum og Bretland endaði í öðru sætinu. Það kom mörgum Bretum á óvart að sjá sitt atriði ganga svona vel þar sem þeir eru margir búnir að venjast því að sjá sinn fána í síðustu sætunum. Bretland fékk til að mynda 0 stig í fyrra og hafði ekki náð að enda í efstu 10 sætunum síðan árið 2009.

Árangur Bretlands var þó ekki það eina sem kom þeim á óvart heldur var ein systirin í íslenska atriðinu sem vakti athygli þeirra. Elísabet Eyþórsdóttir, sem spilaði á bassa í íslenska atriðinu, minnti nefnilega marga Breta á prinsessuna Beatrice.

Graham Norton, sem lýsir Eurovision hjá BBC (hann er svona Gísli Marteinn-inn þeirra), hafði það sjálfur á orði í útsendingunni að Elísabet væri lík prinsessunni. „Beatrice prinsessa ákvað að vera með svona í lokin. Flott hjá henni að láta sjá sig!“ sagði Norton.

Breskir fjölmiðlar hafa síðan vakið athygli á þessum líkindum þeirra. Daily Mail birti til að mynda frétt í morgun um „konunglegu“ Eurovision-stjörnuna.

Skjáskot/Daily Mail
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Fyrir 3 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar