fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Áhorfendur tóku eftir rosalegum mistökum í Love is Blind – „Þau halda að við séum blind“

Fókus
Fimmtudaginn 10. mars 2022 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Love is Blind eru raunveruleikaþættir á Netflix með öðruvísi sniði en þessir „venjulegu“ stefnumótaþættir. Fyrsta þáttaröðin sló í gegn í byrjun árs 2020 og kláraðist önnur þáttaröð í byrjun mars.

Í þáttunum fáum við að fylgjast með einstaklingum í leit að ástinni. Það sem gerir þessa þætti öðruvísi er að þátttakendur fara á stefnumót en sjá aldrei hvort annað, heldur tala þau í gegnum þunnan „vegg“ og par fær ekki að sjá hvort annað fyrr en það trúlofast. Síðan er fylgt parinu eftir í nokkrar vikur þar til brúðkaupsdagurinn gengur í garð.

Þættirnir gera tilraun til að svara spurningunni: „Er ást blind?“

Sjá einnig: Bróðir Love is Blind stjörnu skrifar óvægin skilaboð til „glataða“ unnustans

Það sem áhorfendur taka oft ekki eftir, er hversu mikið framleiðendur klippa þættina. Þátttakendur Love is Blind drekka til dæmis alltaf úr gullituðum glösum, en þá er hægt að klippa þættina saman án vandkvæða og magnið í glasinu breytist ekki fyrir áhorfandanum.

En framleiðendur hugsuðu þetta ekki alveg í þaula þegar kom að því að taka upp pörin borða. Einn aðdáandi benti á mistök í áttunda þætti sem sýna hversu óraunverulegt raunveruleikasjónvarp er.

Í því atriði er Sal Perez og Mallory Zapata að borða saman og eiga samtal um sambandið þeirra. Á meðan þau eiga samtalið, sem er frekar stutt en mjög alvarlegt og djúpt, þá breytist magnið á diskunum þeirra nokkrum sinnum.

TikTok-notandinn @straightouttaperu fer yfir þetta í myndbandinu hér að neðan.

„Þetta var eitt samtal, hvernig fóru þau að þessu?!“

@straightouttaperu The amount of times we will never notice 🤡 #loveisblind ♬ original sound – karl

Myndbandið vakti mikla athygli netverja og kom einn þeirra með kenningu. „Ég er handviss um að þessir þættir séu bara samsettar stuttar klippur.“

„Þau halda að við séum blind,“ sagði annar netverji.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta