fbpx
Laugardagur 04.febrúar 2023
Fókus

Kristján Einar sækir sér aðstoð – „Engin skömm“

Fókus
Miðvikudaginn 7. desember 2022 14:25

Skjáskot/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn Kristján Einar Sigurbjörnsson birti mynd frá göngugeðdeild geðdeildar á Landspítalanum fyrr í dag. Hann er að sækja sér aðstoð eftir átta mánaða fangelsisvist á Spáni og segir réttilega að engin skömm sé fólgin í því að leita sér hjálpar.

Kristján hefur verið opinn um átta mánaða hryllingsvist sína í héraðsfangelsinu í Malaga eftir að hann losnaði úr varðhaldi um miðjan nóvember.

Sjá einnig: Kristján Einar sakaður um lygar – „Hvað sem þjóðin vill kalla það… Athyglissýki?“

Hann hefur einnig rætt hreinskilið og hispurslaust um andlegt ástand sitt, bæði á Instagram og í hlaðvarpsþætti Sölva Tryggvasonar í lok nóvember.

„Ég veit ekki hvernig mér líður, ég veit ekki hvernig mér á að líða. Ég veit ekki hvernig ég á að hegða mér,“ sagði hann í þættinum aðspurður hvernig hann sé að vinna úr þessari reynslu.

Hann sagðist vera að taka fyrstu skrefin í að leita sér hjálpar en að hann óttaðist að skaðinn væri þegar skeður. „Þetta er skaði sem er kominn til að vera,“ sagði hann og bætti við að hann ætti í raun að láta leggja sig beint inn á geðdeild en hann væri vanur því að taka hlutina á kassann.

En nú hefur hann ákveðið að leita sér hjálpar og við óskum honum velfarnaðar á þessum erfiðu tímum.

Skjáskot/Instagram
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sigríður gerði sláandi uppgötvun á flugvellinum – „Andskotans helvítis forréttindafirring er þetta!!“

Sigríður gerði sláandi uppgötvun á flugvellinum – „Andskotans helvítis forréttindafirring er þetta!!“
Fókus
Í gær

Napóleónsskjölin seld til Frakklands, Spánar og Japan

Napóleónsskjölin seld til Frakklands, Spánar og Japan
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Deepfake“ klámsíða setti Twitch á hliðina – Féll ofan í ormagryfju út af persónusniðinni auglýsingu

„Deepfake“ klámsíða setti Twitch á hliðina – Féll ofan í ormagryfju út af persónusniðinni auglýsingu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fékk nálgunarbann gegn manni sem er sannfærður um skyldleika þeirra

Fékk nálgunarbann gegn manni sem er sannfærður um skyldleika þeirra
Fókus
Fyrir 2 dögum

Heiðdís stefnir á Forbes-listann – „Ég er með mikið viðskiptavit og tel mig afar greinda og hæfileikaríka“

Heiðdís stefnir á Forbes-listann – „Ég er með mikið viðskiptavit og tel mig afar greinda og hæfileikaríka“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Camilla Rut flutt úr einbýlishúsinu í litla sæta íbúð – „Þetta tókst“

Camilla Rut flutt úr einbýlishúsinu í litla sæta íbúð – „Þetta tókst“