Sjónvarpskonan Björg Magnúsdóttir og kærasti hennar, Tryggvi Þór Hilmarsson, eignuðust sitt fyrsta barn saman í síðustu viku. Fallegur drengur leit dagsins ljós en Björg greindi frá tíðindunum á Instagram-síðu sinni fyrir stundu.
„Þessi lenti í fanginu á okkur með látum 7.12. VÁ hvað ég er glöð og heiðruð að vera mamma þín,“ skrifar Björg.
Hún hefur gert það gott á skjám landsmanna við að stýra skemmtiþáttunum Kappsmáli ásamt Braga Valdimar Skúlasyni en enn eru tveir þættir ósýndir af þáttunum vinsælu.
View this post on Instagram