fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Komst að því að hún væri einhleyp eftir að Pauly D „puttaði tvær þjónustustúlkur“

Fókus
Föstudaginn 25. nóvember 2022 20:00

Myndir/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan og raunveruleikastjarnan Aubrey O‘Day segir að hún hafi komist að því að hún væri einhleyp eftir að þáverandi kærasti hennar, raunveruleikastjarnan Pauly D, átti að hafa „puttað tvær þjónustustúlkur“ þegar hann var að taka upp fyrstu þáttaröð af Jersey Shore: Family Vacation.

Pauly D, sem heitir fullu nafni Paul DelVecchio, sló í gegn í vinsælu raunveruleikaþáttunum Jersey Shore. Hann hefur síðan þá getið sér gott orð sem raunveruleikastjarna og vinsældir hans jukust enn fremur þegar Jersey Shore-gengið var endurlífgað fyrir Jersey Shore: Family Vacation. Fimm þáttaraðir hafa komið út og nú síðast í október 2022.

„Allir halda að við hættum saman þegar við vorum í „Marriage Boot Camp,““ sagði hún í útvarpsþættinum Mack In The Morning á SiriusXM. Audrey og Pauly D tóku þátt í elleftu þáttaröð af Marriage Boot Camp: Reality Stars, sem fór í loftið í september 2018.

Þau hættu saman í þáttunum en samkvæmt Aubrey byrjuðu þau saman aftur.

„Ég var með honum alveg þangað til hann fór í tökur fyrir Jersey Shore: Family Vacation. Hann sagði að ég væri „eiginkona“ hans og að hann elskaði mig. „Ég hringi þegar þú átt afmæli, ég fæ símann minn frá framleiðendunum,“ sagði hann við mig,“ sagði Aubrey.

Ekki símtalið sem hún vonaðist eftir

Í febrúar 2018 fékk hún símtal frá Lauren Sorrentino, eiginkonu raunveruleikastjörnunnar Mike „The Situation“, sem vissi ekki á þeim tíma að Aubrey og Pauly D væru byrjuð aftur saman.

„Ég komst að því að tæplega þriggja ára sambandinu okkar væri lokið þegar Lauren hringdi í mig á afmælisdaginn,“ sagði hún.

Lauren sagði henni frá öllu því sem Mike hafði sagt henni.

„Hún sagði: „Ronnie hélt framhjá óléttri þáverandi kærustu sinni, þetta er svo ruglað og bla bla bla.“ Og ég var bara að hlusta á hana slúðra og síðan sagði hún: „Og Pauly puttaði tvær þjónustustúlkur á skemmtistaðnum í gær.“ Og þannig komst ég að því að ég væri ekki þessi „eiginkona“ sem fær símtal á afmælisdaginn sinn,“ sagði Aubrey.

Hún sagði að frægðarsól Pauly D hafi dvínað en síðan risið á ný eftir að Jersey Shore: Family Vacation hóf göngu sína. „Hann byrjaði að haga sér aftur eins og áður, hann var kannski alltaf þessi maður undir niðri.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu
Fókus
Í gær

Annie Mist sendir óvildarmönnum sínum pillu – Ekki á frammistöðubætandi lyfjum

Annie Mist sendir óvildarmönnum sínum pillu – Ekki á frammistöðubætandi lyfjum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone
Fókus
Fyrir 4 dögum

Glacierguys eru raðklökkir og óska landsmönnum gleðilegra jóla

Glacierguys eru raðklökkir og óska landsmönnum gleðilegra jóla
Fókus
Fyrir 4 dögum

Komst að því að kærastinn væri í áskrift á OnlyFans – Fékk áfall þegar hún sá hjá hverri

Komst að því að kærastinn væri í áskrift á OnlyFans – Fékk áfall þegar hún sá hjá hverri
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ótrúlegir hlutir gerðust þegar Steinunn Ólína hætti að drekka

Ótrúlegir hlutir gerðust þegar Steinunn Ólína hætti að drekka