fbpx
Fimmtudagur 08.desember 2022
Fókus

Að baki gerð The Crown, dýrustu þáttaröð sögunnar – Launamisrétti, miðilsfundir og sálfræðiaðstoð

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Föstudaginn 18. nóvember 2022 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

The Crown er vinsælast þáttur á hinu íslenska Netflix enda hefur breska konungsfjölskan sjaldan sem aldrei verið meira í sviðsljósinu.

Fráfall drottningar og hvert hneykslismálið á fætur öðru hafa plagað frægustu fjölskyldu heims og sér ekki fyrir endann á því. 

Matt Smitt og Claire Foy sem konungshjónin.

Þættirnir þyka afspyrnu vel gerðir og hugað að hverju smáatriði enda er um að ræða dýrustu sjónvarpsþáttaröð allra tíma. Þegar hefur serían kostað 130 milljónir dollara eða um 20 milljarða íslenskra króna. 

Launahneykslið

Claire Foy var fyrsta leikkonan til að leika Elísabetu drottningu á yngri árum og þótti ekkert minna en stórkostleg í þessu burðarhlutverki. Matt Smith fór einnig á kostum sem eiginmaður hennar, Filip prins, en því verður ekki neitað að Claire var stjarnan.

Hún fékk aftur á móti töluvert lægri laun en Matt. Framleiðendur þáttanna viðurkenndu launamuninn árið 2018, tveimur árum eftir að þættirnir hófu göngu sína. Réttlættu þeir launamisréttið með því að segja Matt hafa verið þekktari leikara en Claire, sem var svo að segja óþekkt. 

Claire Foy og Matt Smith eru miklir vinir

En það mega framleiðendurin eiga að þeir skömmuðust sín og lofuðu að framvegis myndi enginn leikari fá hærri greiðslu en sú leikkona er léki drottninguna.

Þeir hafa staðið við það loforð og þótt það hafi ekki verið staðfest er sagt að Claire hafi fengið 274 þúsund dollara, eða rúmar 40 milljónir íslenskra, greiddar til að bæta upp launamuninn. 

Matt Smith tók hjartanlega undir, sagði Claire hafa lagt mest af mörkum, borið uppi þættina og hefði ekki bara átt að fá sömu laun en hann, heldur mun hærri. 

Claire Foy þótti afbragð sem drottningin á yngri árum.

Vandinn með Churchill

Bandaríski leikarinn John Lithgow leikur Churchill, einn þekktasta og dáðasta stjórnmálamann sögunnar. Og meiri Breta er vart hægt að finna en Churchill sáluga. Reyndar var móðir Churchill bandarísk þótt lítið farið fyrir því í sögubókum. 

Meira að segja breskir leikarar eiga afar erfitt með að ná hinni sérstöku rödd Churchill sem flutti margar af eftirminnilegustu ræðum síðustu aldar.

Voru margir efins um að John væri rétti maðurinn en John var ákveðinn í að afsanna efasemdarraddir.

John Lithgow náði Churchill ótrúlega vel.

Hann marghlustaði á upptökur af breska forsætisráðherranum og tók eftir því að rödd Churchill kom meira frá koki en almennt gerist og í dag hefði Churchill sennilega verið sendur til talmeinafræðings. John byrjaði því á að setja sitthvort eplið innan í kinnar sínar. Það gekk ekki sem skyldi og eftir fjölda tilrauna gekk leikaranum að ná rödd Churchill betur en flestum hefur tekist.

Lykillinn var að setja silikonpúða aftan við tennur John sem einnig tróð bómull í nef sitt enda var Churchill nefmæltur. 

Churchill við dyr Downingstrætis. Ekki var hægt að mynda þar enda John Lithtow of hávaxinn.

Annað vandamál var að Churchill var 168 sentimetrar á hæð en John Lithgow er 196 sentimetrar. Með klókri myndatöku var unnt að fela það. En í senum þar sem Churchill stóð fyrir utan bústað breska forsætisráðherrans, að Downingsstræti 10, þurfti að grípa til róttækari aðgerða. 

Svo að segja allir forsætisráðherrar Bretlands hafa verið ljósmyndaðir og kvikmyndaðir þar og þekkir hver einasti Breti, og reyndar margir utan Bretlands, húsið mæta vel. Churchill sálugi var frekar smár við hinar veglegu dyr en John næstum jafn hár dyrunum.

Því var Downingstræti 10 utanvert hreinlega byggt frá grunni en hurð og gluggar hafðir mun hærra til að láta leikarann virðast lágvaxnari. 

Svo kom vandinn með Thatcher

Bandaríkjamaður var líka settur í hlutverk annars þekkts Breta en það er Gillian Anderson sem leikur annan goðsagnarkenndan forsætisráðherra Bretlands,  Margaret Thatcher.

Gillian Anderson sem Margaret Thatcher.

Thatcher hafi einnig sérstakan talanda og fremur áberandi framtennur. Fjöldi tanngarða var smíðaður upp í leikkonuna til að ná munnsvip Thatcher en allir þóttu þeir óeðlilegir og ekki ná Thatcher. Því var ákveðið að sleppa alfarið gervitönnum.

Þess í stað ýtti Gillian fram eigin tönnum til að líkja eftir yfirbiti Thatcher en mesta áherslan var lögð hreyfingar forsætisráðherrans, ekki síst höfuðhreyfingarnar sem einkenndu Thatcher.

Og því verður ekki neitað að fyrrverandi X-Files stjarnan negldi hlutverkið. 

Djammið

Emma Corrin lék Díönu prinsessu unga. Í senu þar sem prinsessan fer út að djamma með vinkonum sínum var farið á sama næturklúbbinn og prinsessan sáluga skemmti sér áður en hún varð eiginkona Karls prins.

Sá er enn til og aðeins ætlaður þeim fínustu í samfélaginu. 

Emma fékk að djamma.

Leikstjórinn sagði Emmu og stúlkunum sem léku vinkonurnar að djamma að eigin vild, þær fengu ekkert handrit. Þær fóru því á dansgólfið og létu vaða. Slíkt var fjörið að þær gleymdu myndavélunum. Í lok senunnar eiga þær að vera orðnar vel drukknar og sagði Emma í viðtali að fátt væri erfiðara en að leika fullt fólk.

Sumar stúlkurnar fengu sér skot til öryggis og í senu þar sem þær hlaupa inn ganginn í íbúð sína hóf ein að syngja breska þjóðsönginn. 

Hinar tóku undir og var leikstjórinn svo kátur með þennan óvænta söng að atriðið var notað í þáttunum. 

Fór á miðilsfund

Helena Bonham-Carter var önnur leikkonan til að leika Margréti prinsessu, systur drottningar. Margrét átti fjöruga ævi og lét hefðir ekki stoppa sig í að lifa lífinu til fulls. Eins og Margrét þykri Helana sérstök týpa sem sjaldnast fer troðnar slóðir. 

Leikstjórinn Benjamin Caron vildi enga aðra í hlutverk Margrétar en Helena var treg til. Hún féllst þó loksins á að taka hlutverkið að sér en segir að kvíðinn fyrir að túlka systur drottningar hafi plagað hana. 

Margrét kom því áleiðis á miðilsfundi að Helena ætti að nýta sígarettumunnstykkið.

En Helena Bonham-Carter fer sínar eigin leiðir og leitaði því til miðils í þeirri von að ná sambandi við Margréti sálugu og tókst það. Eða svo segir leikkonan. Á miðilsfundinum mun Margrét hafa komið þeim skilaboðum áleiðis að hún vildi enga aðra til að leika sig. Og ekki nóg með það, hún gaf Helenu ráð sem hljómuðu svo.

,,Mundu að beiting sígarettumunnstykkis er eitt öflugasta form tjáningar.” 

Helena negldi hlutverkið, ekki síst notkun sígarettumunnstykkisns sem Margrét var fræg fyrir. 

Auðvitað Covid

Covid setti seríu fjögur á hliðina og þurfti að gjörbreyta handriti margra þáttanna í seríunni. Sérstaklega hvað varðaði snjóflóðið í Sviss. Karl prins var í skíðaferð á svæðinu sem snjóflóðið féll og í nokkra klukkutíma var talið að erfðaprinsinn hefði látist. Hann lifði af en vinur hans lést. En með lokuð landamæri var svo að segja útilokað að mynda í Sviss, eins og efni stóðu til. 

Þess í stað var athyglinni beint að áhrifum slyssins á konungsfjölskylduna og hjónaband Karls og Díönu. 

Einn frægasti kjóll í heimi

Það tók marga mánuði að sauma nákvæma eftirmynd brúðarkjóls Elísabetar drottningar. Sex manns voru í sex vikur við að sauma bara slóðann, svo dæmi sé tekið. Annar tíu manna hópur hafði aðeins það starf að bródera og svo framvegis. 

Hinn goðsagnarkenndi brúðarkjóll.

Claire Foy hafði aftur á móti nýlega fætt barn og því ekki með hið tágranna mitti drottningar. Hún var því meira eða minna í afar þröngu lífstykki alla fyrstu seríu þáttanna sem hún viðurkennir að hafa verið óþægilegt en hjálpað mjög. 

Eiginkonan og hjákonan

Díana prinsessa og ástkona Karls prins, Camilla Parker-FBowles, sem nú er eiginkona konungs, snæddu saman hádegisverð. Karl hafði hvatt til þess að konurnar kynntust og taldi að Camilla gæti gefið hinni ungu Díönu ráð.

Eins og gefur að skilja var máltíðin afar stíf og vandræðaleg.

Hinn afar vandræðalegi hádegisverður var gerður enn vandræðalegri.

Til að auka enn á spennuna ákvað leikstjórinn að láta leikarann sem leikur Karl prins sitja á milli leikkvennanna. Hann sést aldrei í mynd enda var prinsinn ekki viðstaddur í raun. 

Til að gera Emmu Corrin, sem leikur Díönu, enn vandræðalegri hafði Emerald Fennel, sem leikur Camillu, höndina á læri Josh O’Connor, sem leikur Karl prins og strauk honum nautnalega.

Það virkað svo vel að Emma náði að túlka stress og taugaveiklun Díönu á makalausan hátt. 

Nærgætni nauðsynleg

Þátturinn um hamfarirnar í Aberfan er einhver sá átakanlegasti í The Crown. Skriða úr kolanámu féll á bæinn árið 1966 og varð 144 manns að bana og voru flest fórnarlambanna börn. En það er enn fólk á lífi sem lenti í þessum hryllilega atburði og missti börn sína. Því vissu framleiðendur að það þyrfti að taka á slysinu af mikilli nærgætni.

Áður en byrjað var á handritinu heimsóttu höfundarnir bæinn, töluðu við fólk og báðu um samþykki þeirra fyrir að endurgera hamfarirnar. Bæjarbúum var einnig boðið að vera statistar og þáðu það margir.

Eftir að tökum lauk var öllum bæjarbúum boðin sálfræðimeðferð í boði framleiðanda og eins merkilega og það hljómar var það í fyrsta skipti á þeim 53 árum sem liðin voru frá harmleiknum, að slíkt var boðið eftirlifendum. 

Margrét og Anthony voru afar ástfangin. Þau áttu þó síðar eftir að skilja.

Nakin brjóst of mikið

Það neistaði á milli Margrétar prinsessu og ljósmyndarans Anthony Armstrong-Jones, sem hún síðar giftist. Segja þeir sem þekktu parið að kynferðislegt aðdráttarafl þeirra hafi ekki farið framhjá neinum. Því var mynduð eldheit kynlífssena sem framleiðendum fannst ganga of langt og var hún því klippt út.

Það var sett lína við nakin, konungleg brjóst. 

Og að lokum: Ibble Dibble drykkjuleikurinn sem konungsfjölskyldan leikur í einum þáttanna er í raun til. Það tók hinsvegar leikarana heillangan tíma að ná honum þar sem hann er afar flókinn. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Edda Falak og Þórdís Elva senda hlýjar kveðjur sín á milli – „Takk fyrir allt sem þú gerir“

Edda Falak og Þórdís Elva senda hlýjar kveðjur sín á milli – „Takk fyrir allt sem þú gerir“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kristján Einar sakaður um lygar – „Hvað sem þjóðin vill kalla það… Athyglissýki?“

Kristján Einar sakaður um lygar – „Hvað sem þjóðin vill kalla það… Athyglissýki?“