Það er meira en að segja það að eiga sex börn á aldrinum þriggja til tólf ára en hin 36 ára Sharon Johnson segir í viðtali við The Sun að hún sé búin að finna leiðir til að gera heimilislífið sem einfaldast.
Lykillinn sé reglur á reglur ofan. Segir Sharon átta manna fjölskyldu þurfa fleiri, strangari og skýrari reglur en þær fjölskyldur sem minni eru.
Eyrnatappar bjargi henni einnig á stundum.
Sharon, sem er heimavinnandi húsmóðir og eiginmaður hennar, Kerry, eiga börnin Lusilia, 12 ára, Sophia. 10 ára, Pratt, 9 ára, Coop, 7 ára, Philip, 6 ára og Nadine, 3 ára.
Hvert barn á sitt glas, skál, vatnsflösku og disk sem minnkar skápapláss og verður hvert barn að þrífa sín áhöld eftir hverja máltíð. Alls eiga hjónin bara 8 eintök af öllu, glösum, diskum, hnífapörum og svo framvegis.
Hvert barn velur einn rétt og eru þeir réttir sex daga vikunnar þar til öll börnin eru sammála um þau séu komin með leið á ákveðnum rétti, sem þá er skipt út.
Hvert barn hjálpar til við matargerðina á sínum rétti.
Hvert barn á slopp og náttföt sínum lit sem auðveldar hlutina, ekki síst þegar kemur að þvotti. Öll læra börnin á eitt hljóðfæri og stunda eina íþróttagrein. Hvorki meira né minna.
Hverju barn er úthlutað verkefni í byrjun árs og eiga þau að sinna því það sem eftir lifir af árinu.
Sharon segist hafa efast í fyrstu en hafi heppnast með afbrigðum vel.
Börnin fá verkefni sem hæfa aldri þeirra og þrífur til dæmis Lusilla, 12 ára, sjónvarpsherbergið og tekur upp úr uppþvottavélinni. Sophia, 10 ára, þrífur utan við húsið svo og ganginn. Pratt, 9 ára, ber ábyrgð á að baðherbergið á efri hæðinni og stofan séu alltaf hrein. Coop, 7 ára, sér um að gefa kettinum að borða og sér til þess að skór sér í röð og reglu í forstofunni.
Sharon fullyrðir að eyrnatappar séu nauðsynlegir en það þurfi að vanda á þeim valið.
,,Þeir mega ekki veita það góða hljóðeinangrun að ég heyri ekkert í börnunum en nóg til að ég heyri sem minnst í þeim.”