fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Hverjir borga og hverjum gengur best? – Allt sem þú vilt eða vilt ekki vita um Tinder

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Mánudaginn 3. október 2022 22:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýverið birtust niðurstöður rannsóknar sem vefsíðan Bedbible lét gera um stefnumótaappið Tinder. Yfir 2000 klukkustunda vinna rannsóknateymis er að baki og fullyrða forsvarsmenn síðunnar að nákvæmari tölfræði um Tinder sé hvergi að finna.

Sambærilegar rannsóknir hafa ekki verið gerðar hér á landi en vissulega væri áhugavert að vita hvort hérlendar niðurstöður sér sambærilegar við þær bandarísku. Reyndar er einnig að finna í skýrslunni þær tölur sem teknar hafa verið saman í Evrópu og þykja áreiðanlegar.

Fyrirfram er beðið afsökunar á enskuslettum og jafnframt kallað eftir rammíslenskum þýðingum ,,swipe“ og ,,match“ á Tinder.

  • 75% allra notenda Tinder skrá sig karlkyns, 24% skrá sig kvenkyns og 1% skráir sig kynsegin.
  • Tölurnar líta þó öðruvísi út sé litið á einstök svæði. Í Bandaríkjunum eru tölurnar 65% karlkyns, 34% kvenkyns og 1% kynsegin. Í Evrópu er meira jafnvægi, 49% eru karlkyns, 48% kvenkyns og 3% kynsegin. Allt öðru máli gegnir til að mynda um Indland en þar eru 93% notenda karlkyns og aðeins 7% notenda kvenkyns. Kynsegin fólk kemst þar ekki á blað.
  • Í Bandaríkjunum hafa 27% fullorðinna notað Tinder.

Karlarnir viljugri að borga

  • 95.5% af tekjum Tinder koma frá karlkyns notendum. Karlmenn er 22 sinnum liklegri til að greiða fyrir þjónustu Tinder.
  • 9,6 milljónir einstaklingar greiða reglulega fyrir þjónustu Tinder.
  • Konur ,,svæpa” að meðaltali þrettánda hverjum prófíl eða 8%. Alls ,,svæpa“ þær tólf sinnum á dag að meðaltali.
  • Karlmenn ,,svæpa” að meðaltali öðrum hvorum prófíl eða 46%. Alls ,,svæpa“ þeir 34 sinnum á dag að meðaltali.
  • Samt sem áður fær meðalkarlmaðurinn fær 401  á ári (1,1% á dag) en meðalkonan fær 1003 (2,75% á dag). Ástæðan er að appið þjónar best þeim er greiða fyrir þjónustuna sem eru jú að langmestu leyti karlmenn.
  • Konur fá ,,match” í fjórða hverju ,,svæpi” eða 25% tilfella.
  • Sambærileg prósentutala karlmanna er 3,2% og fá þeir aðeins ,,match” í eitt af hverjum 31 ,,svæpum.”

Yfir 500 klukkustundir á ári í Tinder

  • Það er 21% meiri líkur á að prófíll karlmanns sé falskur en prófíll kvenmanns.
  • Karlmenn hitta 2% af þeim er þeir ,,matcha“  við og hjá konum er það 1,7%.
  • Karlmenn er 83% líklegri til að nefna hæð sína en konur.
  • Tinder er vinsælast hjá fólki á aldrinum 30 til 44 ára.
  • Konur eyða 517 klukkustundum á ári í appinu en karlmenn 548 klukkustundum.
  • Hvert innlit á Tinder er að meðaltali 7 mínútur og 50 sekúndur.
  • Tinder er í boði í 197 löndum og hefur appinu verið niðurhalað 510 milljón sinnum. Yfir 83 milljarðar ,,match“ hafa orðið til í tíu ára sögu appsins.

Og í lokin má nefna að bara nú í ágúst síðastlinum var Tinder halað niður 3,6 milljón sinnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Fyrir 3 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar