fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fókus

Anna Svala á palli er búin að vera þæg alltof lengi – „Gott garg gefur lífinu lit“

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Laugardaginn 22. október 2022 09:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anna Svala Árnadóttir, eða Anna Svala á pallinum, eins og hún er oft nefnd fær hláturskast aðspurð hvort hún sé „samfélagsmiðlastjarna.“ Áhrifavaldur kannski? 

Það finnst Önnu Svölu jafnvel enn fyndnara.

En því verður ekki breytt að þúsundir Íslendinga fylgjast með ævintýrum dans- og jógakennarars Önnu Svölu Árnadóttur á Snapchat.  Hún býr í  Stavanger í Noregi og starfar á olíuborpöllum í Norðursjó. 

Anna Svala er ekki alltaf í vinnugallanum. Mynd/Arnold Björnsson

Með sjóveiki í hausnum

Líf á olíuborpalli er flestum hér á landi framandi en Anna Svala, sem reyndar sótti um í hálfkæringi á sínum tíma, hefur starfað á olíuborpöllum i tæp fjögur ár.  Pallarnir eru misstórir en þeir stærstu eru sjö hæða ferlíki, með 520  manns um borð með líflegu og litríku samfélagi.

Anna Svala er treg til en viðurkennir, þegar á hana er gengið, að það séu um tólf til fjórtán þúsund manna rennsli um snappið hennar. 

Henni finnst reyndar stórskemmtilegt að spjalla við fólk og deila með landanum lífi sínu á olíuborpöllunum. ,

„Ég var reyndar búin að vera lengi á sama stóra pallinum og búin að fá hundleið að segja frá því sama en svo fór ég á fljótandi pall og var vid þad  að æla yfir mann og annan. Þá hafði ég frá einhverju nýju að segja frá.“

Fæ bilaða löngun i vitleysu

Anna Svala kemur alltaf  til dyranna eins og hún er klædd.

Lífið á pallinum er eins og það er, og Anna Svala er eins og hún er. 

„Iss, ég er oft með baugana niður á kinn eftir marga daga úti á sjó og fæ oft einhverja bilaða löngun í að kaupa einhverja vitleysu eins og  t d hrukkukrem sem ég gleymi svo alltaf að bera á mig. Einu sinni pantaði ég óvart fimm glös  og endaði á að gefa vinkonum mínum þau. Ég er agalega slæm með þetta.“

Anna Svala segir að stundum skilji hún ekkert í því af hverju fólk hafi áhuga á að fylgjast með henni samfélagsmiðlum, það komi stundir sem henni finnist hún ekkert merkilegt hafa að segja og kúpli sig þá út í nokkra daga.

„Þá byrjar fólk að senda mér skilaboð til að tékka á hvort það sé nú ekki allt í lagi með mig. Sem mér finnst bara sætt.“

Anna Svala hlær. „Sumir eru orðnir vinir mínir þótt ég þekki þetta fólk ekki neitt.“

Stór plús að þurfa ekki að skafa

Fyrir þá sem ekki vitar eru til tvær gerðir af borpöllum, fastir og fljótandi. Og eðli málsins samkvæmt vagga þeir síðarnefndu. Viðurkennir Anna Svala, að jafnvel eftir tæp fjögur ár í starfinu, sé hún alltaf á nippinu fyrsta sólarhringinn.

„Ég fæ mér sjóveikispillu, reyni að borða, og er fín daginn eftir en veit innst inni að þetta er í hausnum á mér. Ég vinn i eldhúsinu og er alveg skíthrædd um að kasta upp  yfir súpuskálarnar,“ segir Anna Svala og hristir höfuðið og hlær. 

„Mér finnst betra að vera á palli sem ekki haggast en á móti kemur hversu gaman mér finnst að flakka á milli. Sumir vilja vera á sínum palli og hafa þar allt sitt, sem er örugglega mjög næs, en mér finnst lìka  frábært að þvælast á milli. Yfirleitt þekki ég einhverja, og ef ekki þá kynnist ég nýju fólki sem er alltaf æðislega gaman.

Það er misjafnt hvað hentar fólki en persónulega gæti ég ekki setið á skrifstofu alla daga. Það er bara ekki ég.“

Anna Svala telur upp marga kosti við að vinna á olíuborpalli. „Ég þarf ekki að skafa af bílnum, ég vakna bara  og fer í vinnuna. Ég þoli ekki reyndar ekki að skafa af bílnum á veturnar og þegar ég er í aukavinnu í landi hætti ég næstum við ef ég þarf að skafa.“

Bétvítans smurbrauðið

Anna Svala vinnur yfirleitt 12 tíma vaktir, tvær vikur i einu og kemur svo heim í fjórar vikur, þótt að vinnan sé í raun óútreiknanleg. Hún er nýkomin í land en gæti verið kölluð út í næstu viku. 

Hún sinnir oftast , þvottum og þrifum í viku og er í eldhúsinu hina vikuna þótt að aldrei sé hægt að segja nákvæmlega tekur við þegar þyrlan lendir með hana á pallinum. En í eldhúsinu er hún í essinu sínu, rífandi kjaft við kokkana, eins og hún orðar það sjálf. 

Anna Svala er Eyjamey og aldrei verið langt frá hafinu bláa. Þessi mynd er tekin á makrílvertíð árið 2012.

„Reyndar var  eitthvað svona smurbrauðs dæmi á pallinum sem eg var á sìdast  og ég, eins mikið og ég elska að vera í eldhúsinu, bað í fyrsta skipti í tæp fjögur ár um að fara í önnur verkefni því ég var að verða vitlaus á að smyrja enn eitt brauðiđ.

Ég verð seint einhver smurbraudsdama en sem betur fer eru alltaf næg verkefni að hlaupa í, þau eru endalaus.“

Ættingjar utan af landi

Anna Svala er nýkomin af fremur litlum palli þar sem hún tók upp á því að kalla samstarfsfólk sitt íslenskum nöfnum. Torhild varð Þórhildur, Øyvind varð Eyvindur og svo framvegis. 

„Öllum fannst þetta frábært, ég þurfti að kenna þeim beygingarnar og allt í einu vildu allir fá sitt ,,íslenska” nafn. Hvað var ég búin að koma mér út í?“

Anna Svala hlær en segir þetta ekki hafa komið sér á óvart, Norðmenn séu áhugasamir um Ísland og íslenska tungu. „Þeir líta svipað á okkur og Reykvíkingar líta á ættingja lengst utan að landi, sem er eitthvað svo gasalega krúttlegt.“

Rétt hugarfar lykilatriði

Það sem fylgjendur Önnu Svölu á Snap taka ef til vill hvað skýrast eftir er jákvæðnin. 

„Það þýðir ekkert annað en að vera jákvæður, við erum öll þarna saman í tvær vikur, kannski að missa af allskonar hlutum heima en maður setur sig bara í gírinn. Vinna sína vinnu en hafa líka ógeðslega gaman.“

Hún segir þetta allt snúast um hugarfar.

„Ég er föst á þessum palli með þessu fólki í tvær vikur, sama hvaða skemmtilegheitum ég, og við öll, erum að missa af í landi. Það verður bara að bíða að fara í stelpupartý eða út að borða með manninum en á móti fæ ég oftast fjögurra vikna frí á milli. 

En það er til  fólk sem kemur því miður með neikvæðnina með sér og það einfaldlega gengur ekki. Höldum bingó, æfum saman og gerum fullt af skemmtilegum hlutum! Reyndar mæti ég nánast aldrei  í æfingasalinn því guð veit að maður fær nægilega góða  æfingu á að æða út um allt á tólf tíma vöktum.“

Allt fer í rugl með leiðindum

Aðspurð segist Anna Svala oft þurfa að vanda sig og hafa fyrir hlutunum. „Það kemur oft fyrir að mig langar bara að koma mér fyrir upp í sófa eftir tvær vikur úti  og hanga bara yfir Netflix.

En þá enda ég á að setja ekki í þvottavél í viku eða eitthvað svoleiðis því ég verð að hafa eitthvað fyrir stafni. Maður verður enn latari af því að gera ekki neitt og ég leyfi mér það bara  ekki.

Í þessu fríi ætla ég til dæmis að taka aukavinnu á leikskóla, bara til að koma mér út úr húsi og hitta fólk. Það er sko ekki gaman fyrir neinn þegar mér fer að leiðast, þá fer allt í rugl og er vont fyrir alla.” 

Anna Svala segist vera að hafa eitthvað fyrir stafni.

„Mér finnst voða gott að sitja með kaffibollann og kveikja á kertum fyrstu tvo dagana eftir að ég kem heim en svo kemur órói í mig. Það er yndislegt hér í Stavanger á sumrin en svo verður allt grátt og blautt og ég get ekki staðið í linnulausum göngum um svæðið svo af hverju ekki leikskóli? 

Þar er fullt af fólki og krökkum að kjafta við og það vantar alltaf fólk inn svo ég get ráðið sjálf hvað ég vinn marga daga í viku. Bara til að koma mér út úr húsi. 

Maðurinn minn segir reyndar að ég muni pottþétt enda á að vera fimm daga vikunnar allann tímann sem ég er í landi.

En sjáum til.“

Ástin 

Anna Svala er trúlofuð Anders Lerøy. Þau smella svo fullkomlega saman þrátt fyrir að vera að mörgu leyti ólík. 

„Hann vinnur sína 8 til 4 vinnu og ég er  út um allt, talandi við alla. Þannig kynntumst við reyndar, ég fór að tala við hann, hélt að hann væri frá Finnlandi. En hann segir að þessir eiginleikar mínir hafi heillað hann, líkt og hans eiginleikar heilluðu mig. Við eigum ótrúlega vel saman“

Anna Svala að það meðvitað ákvörðun sína að njóta, jafnt í vinnu sem einkalífi. 

,,Við erum alveg ,,trylltar“  hérna stelpurnar í Stavanger að dansa og finnst  geggjað að geta farið aftur að hrista okkur eftir Covid. Það er líka frábært að vera farin að ferðast aftur og ég fór núna á sumar í þjóðhátíð heim til Eyja í fyrsta skipti í fimm eða sex ár.” 

Gott garg er æði

Það á ekki vel við Önnu Svölu að vera lokuð af, líkt og í Covid.

„Ég fór í göngu með vinkonu minni í gær, sem er ekki í frásögur færandi, nema að við vorum svo uppnumdar af því að því að njóta frelsisins að við rifum okkur úr að ofan. Anders, maðurinn minn, spurði hvort við hefðum orðið nett klikkaðar þarna uppi en það er bara svo ótrúlega gaman að sleppa sér aðeins, taka gott garg, hlæja og fíflast eins og asnar. Það er það sem gefur lífinu lit.“

Anna Svala segir að auðvitað komið upp erfiðir dagar hjá henni, líkt og hjá öllum. 

„Ég hef átt mín erfiðu tímabil, eins og allir, en þá er bara  að rífa sig upp og það er mín gæfa að eiga góðan mann, frábæran vinahóp og góða fjölskyldu En ég held að ég sé jákvæð að upplagi og mér finnst ofsalega gaman að vera innan um fólk og kynnast nýju fólki.

Þess vegna á þessi vinna líka svo vel við mig, ég er innan um fullt af fólki allan daginn,og stundum er ég alveg búin á því eftir vakt og nenni ekki að tala við neinn. En svo hringir kannski einhver og segir að það sé að byrja bingó, bíókvöld eða eitthvað, sem ég nenni engan vegin að fara í, en fer samt yfirleitt og skemmti mér konunglega.“

Neikvæð orka kallar á meiri neikvæða orku

Anna Svala segir að að það verði að reyna að taka lífi á jákvæðninni og brosa framan í heiminn því þá gerist yfirleitt eitthvað skemmtilegt. 

„Ég vinn með fullt af Norðmönnum og kynnist auðvitað ekki öllum og finnst ekkert allir sjúklega skemmtilegir en það er algjört bull að Norðmenn hafi ekki húmor. Þeir eru margir sjúklega fyndnir. En þetta er líka spurning um hvað maður gefur frá sér. Ef maður sendir frá sér neikvæða orku fær maður neikvæða orku til baka. 

Við grenjum stundum ùr hlátri úti á palli yfir einhverri vitleysu og hittumst líka yfir mat og drykk í landi og höldum áfram að ad hlægja“

 Okkur finnst ótrúlega gaman að hittast saman í betri fötunum  utan vinnunar, fá okkur drykk , enda allt áfengi bannað á pöllunum, og hlæja. Og dansa!” 

Dans dans dans!

Anna Svala er bæði menntaður jóga- og danskennari og  rak jógastúdíó áður en Covid brast á. Reksturinn var reyndar farinn að rekast á við vinnuna en hún er nú að íhuga að opna stúdíóið aftur ásamt vinkonu sinni, sem myndi sjá um kennsluna meðan að Anna Svala væri úti á palli. 

Anna Svala elska jóga en einnig að dansa. Mest elskar hún suður-ameríska dansa en sé takturinn góður, fer hún af stað, sama hvað.

,,Sko….þetta er aðeins öðruvísi hér í Noregi en á Íslandi og reyndar fínasta viðskiptahugmynd sem ég er samt ekki að nenna að fara af stað með akkúrat núna, en kannski seinna. Hér dansa allir salsa, línudans og swing. Í dansskóla heima er þetta klassíska, latin dansarnir rúmba,samba, salsa og það allt svo og vals og þessir hefðbundnu ,,ballroom” dansar. 

Anna Svala  hugsar aðeins málið og lýsist svo upp. 

„Ég get sameinað þetta og kennt jóga tvö kvöld vikunnar og dans önnur tvö kvöld. Þá hef ég nóg að gera!“

Nær dauða en lífi

Hún hefur reyndar rætt hugmyndina við íslenska vinahópinn.

„Þau þurfa auðvitað að gera allt sem mér dettur í hug og ég dró til dæmis alla í jóga þegar ég var með stúdíóið mitt . Strákarnir eru enn að jafna eftir að vera neyddir í hot jóga, þeir voru nær dauða en lífi, þótt þetta hafi nú gengið hjá þeim á endanum og þeir voða glaðir,“ segir Anna Svala og flissar. 

„En ég væri alveg til í að kenna Norðmönnum þessa hefðbundnu samkvæmisdansa.“

Vilborg og Anna Svala lauma á leyndarmáli. En við þurfum að bíða fram á næsta ár til að vita meira.

Leyndó

Það er reyndar svakalegt leyndarmál í gangi sem Anna Svala er að vinna með Vilborgu Vìđisdóttur, danskennara og vinkonu sinni, sem búsett er í París. 

Hún harðneitar að segja meira. „Það kemur í ljós í vor en guð hvað það verður skemmtilegt!“

Anna Svala segir að hún hafi verið óvenju stillt og róleg að undanförnu, miðað við aldur og fyrr störf.

„Sem auðvitað gengur ekki.  Ég hef verið alveg til friðs að undanförnu, sem er alveg fáránlegt. Nu verð ég að fara að gera eitthvað í þessu,“ segir Anna Svala Árnadóttir. 

Ævintýri Önnu Svölu má finna á Snapchat undir annajohnsen5638. Hún er einnig á Instagram, #annsvala.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“
Pressan
Í gær

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín
Fókus
Fyrir 4 dögum

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla