fbpx
Mánudagur 17.janúar 2022
Fókus

Hildur og Jón gerðu upp Manfreðshús í Vesturbænum

Fókus
Laugardaginn 8. janúar 2022 14:00

mynd/samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hildur Björnsdóttir og maður hennar, Jón Skaftason, hafa verið mikið milli tannanna á fólki undanfarið. Í byrjun desember tilkynnti Hildur að hún gæfi kost á sér í fyrsta sæti á lista Sjálfstæðismanna í borginni, en hún er í dag sitjandi varaoddviti. Eyþór Arnalds, núverandi oddviti, hafði þá sagst ætla að gefa áfram kost á sér. Ekkert varð þó úr hinum kraftmikla slag sem í stefndi, því Eyþór dró sig til hlés og sagðist vilja verja meira tíma með fjölskyldu sinni, og einbeita sér að þeim viðskiptum sem hann á í hlut. Enginn hefur enn boðið sig fram gegn Hildi, en kosið verður 26. febrúar.

Hildur hefur jafnframt átt í nógu að snúast á kjörtímabilinu á heimavígvellinum því sumarið 2019 keyptu þau hjónin hús í Vesturbæ Reykjavíkur sem var þá ónýtt. Hildur lýsti framkvæmdunum í nýjasta þætti Heimsóknar með Sindra Sindrasyni sem er á dagskrá Stöðvar 2. „Við förum í allsherjar framkvæmdir. Þetta hús þurfti viðhald á öllu sem hugsast gat,“ sagði Hildur.

Af myndunum að dæma er ljóst að þar eru engar ýkjur á ferð.

Húsið er byggt 1962 og er teiknað af Manfreði Vilhjálmssyni. Hildur segist hafa lagt áherslu á að virða arkítektúrinn hans Manfreðs og vildu bera virðingu fyrir hans verki.

Þau hjónaleysið fluttu svo inn í húsið á Þorláksmessu 2019. Svo gerðist það milli jóla og nýárs, að þau Hildur og Jón giftu sig í þessu sama húsi, sem þau höfðu gert að sínu, að viðstöddum þremur börnum Hildar og hundinum Filippus Mountbatten.

Sjá nánar: Hildur Björns kom fjölskyldunni á óvart með brúðkaupi milli jóla og nýárs

Heimsóknarþátt Sindra má sjá hér í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Fyrsta sýnishorn úr nýju Netflix-mynd Baltasars Kormáks

Fyrsta sýnishorn úr nýju Netflix-mynd Baltasars Kormáks
Fókus
Fyrir 3 dögum

Britney Spears rýfur þögnina um viðtal systur sinnar – „Hún fékk allt upp í hendurnar!“

Britney Spears rýfur þögnina um viðtal systur sinnar – „Hún fékk allt upp í hendurnar!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ræktarsjálfan kom upp um framhjáhaldið -„Menn eru bókstaflega farnir að afhjúpa sig sjálfir“

Ræktarsjálfan kom upp um framhjáhaldið -„Menn eru bókstaflega farnir að afhjúpa sig sjálfir“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Söngvakeppninni frestað um viku – „Þetta er auðvitað ekki auðveld ákvörðun“

Söngvakeppninni frestað um viku – „Þetta er auðvitað ekki auðveld ákvörðun“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Demi Lovato komin með þrívíddartattú af könguló á höfuðið

Demi Lovato komin með þrívíddartattú af könguló á höfuðið
Fókus
Fyrir 5 dögum

Matur&heimili: Glæsiíbúð á Mýrargötu og veitingastaðurinn Monkeys

Matur&heimili: Glæsiíbúð á Mýrargötu og veitingastaðurinn Monkeys