fbpx
Miðvikudagur 01.febrúar 2023
Fókus

Sex grínistar grilla hvert annað í góðgerðarskyni

Fókus
Þriðjudaginn 20. september 2022 14:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dan Nava er Venesúelskur grínisti sem hefur átt heima á Íslandi í tæplega sex ár og er hann að verða 36 ára á þessu ári. Hann sá enga betri leið til að fagna því en að fá í lið með sér nokkra af hæfileikaríkustu grínistum landsins til að segja honum hversu frábær hann er.

Í tilkynningu um þennan viðburð segir:

„Þetta verður veisla, svo komið með ykkar bestu orku og sjáumst í Iðnó (vonarstræti 3, 101) kl 20:00 þann 30.9.2022″

Á sýningunni kemur fram hópur grínista sem allir ákváðu að flytja til Íslands og hafa undanfarið ár verið að ryðja sér til rúms í uppistandssenunni hér á landi.

Sýningin verður á hinu vinsæla formi „roast“ eða „grillun“ en með ákveðnu ívafi. Þetta er viss hefð sem hefur myndast á sviði gríns þar sem grínistar og uppistandarar stíga á stokk og gera vægðarlaust grín hver af öðrum, eða sjálfum sér. Sýningin þann 30. september verður óhefðbundin að því leyti að þar verður farið í hina áttina en í tilkynningu segir:

„Í þessu tilviki munum við fara í hina áttina og gera brandara með því að gefa hver öðrum hrós, þetta er sérstakt  áskorun vegna þess að í uppistandssenunni er alltaf auðveldara að kýla niður frekar að byggja upp, en hæfileikarnir í þessari lineuppið munu standa mjög vel í áskoruninni.“

Kvöldið byrjar á Dan Zerin sem er þekktur og margverðlaunaður fyrir sýninguna sína „My voices have tourettes„. Næstur er Mauricio Villavizar sem hefur einnig slegið í gegn erlendis með margverðlaunaðri sýningunni sinni „Anyway…“.

Veislan heldur svo áfram með danska grínistanum Mette Kousholt en svo fá áhorfendur einnig að kynnast nýjum grínista, Dan Roh en fyrsta sýning hans „The halfadventures of Reverend Roh“ hlaut verðlaun  á Reykjavík Fringe hátíðinni í ár.

Síðast en ekki síst er það goðsögnin Nick Jameson sem hefur tekið þátt í mörgum verkefnum sem nú eru orðin hluti af poppmenningu.

Í tilkynningu segir að lokum:

„Á þessum viðburði verður einnig áætlað að gefa til baka, og mun  36% af ágóða viðburðarins renna til Rauða kross Íslands til styrktar starfsins sem þeir vinna í þágu innflytjenda og flóttamanna sem aðlagast íslensku samfélagi. Sýningin fer fram á Ensku.“

Miða á viðburðinn má kaupa á tix.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Lisa Marie Presley sögð hafa verið í öfgafullri megrun fyrir andlátið

Lisa Marie Presley sögð hafa verið í öfgafullri megrun fyrir andlátið
Fókus
Í gær

Opnar sig um sviplegt andlát sonarins – „Hann var falleg manneskja að innan sem utan“

Opnar sig um sviplegt andlát sonarins – „Hann var falleg manneskja að innan sem utan“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þingmaður Sjálfstæðisflokks reynir fyrir sér á nýjum vettvangi – „How Do You Like Iceland?

Þingmaður Sjálfstæðisflokks reynir fyrir sér á nýjum vettvangi – „How Do You Like Iceland?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Annie Mist brotnar niður – „Ég horfði í spegilinn og þekkti ekki sjálfa mig“

Annie Mist brotnar niður – „Ég horfði í spegilinn og þekkti ekki sjálfa mig“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sagan að baki ljósmyndinni – Misþyrmingarnar sem þrællinn Peter þurfti að þola fylltu almenning áður óþekktum hryllingi

Sagan að baki ljósmyndinni – Misþyrmingarnar sem þrællinn Peter þurfti að þola fylltu almenning áður óþekktum hryllingi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Trikk til að viðhalda heilbrigði naglanna og lakkinu lengur fallegu

Trikk til að viðhalda heilbrigði naglanna og lakkinu lengur fallegu