fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Mætti á fyrsta viðburðinn eftir að hafa svarað fyrir bótox-orðróminn

Fókus
Föstudaginn 16. september 2022 18:30

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Zac Efron mætti á frumsýningu nýju kvikmyndar hans, The Greatest Beer Run Ever, í Toronto í Kanada á þriðjudaginn.

Þetta er í fyrsti viðburðurinn sem hann mætir á eftir að hafa rofið þögnina í síðustu viku um orðróminn að hann hafi gengist undir fegrunaraðgerð í fyrra.

Sjá einnig: Zac Efron rýfur þögnina um bótox-orðróminn og myndina sem fór í dreifingu

Zac fyrir slysið og eftir.

Eftir að leikarinn kom fram í þættinum Earth Day! The Musical – sem var verkefni Bill Nye og Justin Bieber til að vekja athygli á hlýnun jarðar – í apríl 2021 fór orðrómur á kreik að hann hafi látið sprauta í sig bótox og fylliefnum, sérstaklega í kjálkann.

Í nýlegu viðtali við Men‘s Health tók Zac fyrir það og sagði slys vera ástæðuna fyrir breyttu útliti. Hann datt heima hjá sér og lenti með kjálkann og hökuna á granít, í kjölfarið fóru tyggjandi vöðvarnir í kjálkanum í fulla yfirvinnu og er hann að vinna með sérfræðingum til að meðhöndla vandann.

Mynd/Wire Image

Kvikmyndahátíðin í Toronto er í fullum skrúða og lét leikarinn sig ekki vanta á frumsýningu The Greates Beer Run Ever.

Hann heilsaði aðdáendum og stillti sér upp á rauða dreglinum klæddur dökkgráum jakkafötum.

Mynd/Getty
Mynd/Getty

Zac fer með aðalhlutverkið í þessari nýju sannsögulegu gamanmynd frá Apple TV+.

Horfðu á stikluna hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta