fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Aftur vaknar grunur um þörf hertogahjónanna á efni fyrir Netflix – Er Meghan með falið upptöktæki?

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Miðvikudaginn 14. september 2022 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á samfélagsmiðlum er nú að finna þá sem halda fram að Meghan Markle hafi verið með upptökubúnað á sér síðastliðin laugardag þegar hertogahjónin af Sussex gengu um á meðal syrgjenda ásamt Vilhjálmi prins og konu hans, Kate. 

Er þá vísað til krumpu í kjól hertogaynjunnar, nánar tiltekið vinstra megin við mitti. Ónefndur aðili, aðeins nefndur ,,náinn vinur” Meghan segir kenninguna klikkun og hreinlega mannorðsskemmandi fyrir hertogaynjuna. Margir á samfélagsmiðlum taka undir og telja útilokað að Meghan hafi verið með upptökubúnað, um venjulega krumpu í efni sé að ræða eða þá belti á innanverðum kjólnum. Jafnvel gæti verið um að ræða glúkósmæli sem sumir ganga með að jafnaði. 

Þetta er reyndar ekki í fyrsta skiptið sem kenningar um meint upptökutæki á Meghan koma fram.

Do we think this is a hidden mic under her dress? : r/SaintMeghanMarkle
Meghan var einnig grunuð af sumum um að vera með upptökutæki við valdaafmæli drottningar í júní sl. Aðrir segja slíkt af og frá. Mynd/Getty

Netflix samningurinn

En það eru ekki allir jafn vissir. Er þá vísað til samnings sem Harry og Meghan gerðu við Netflix um gerð efnis fyrir streymisveituna. Munu þau hafa fengið 100 milljónir dollara gegn framleiðslu á frumunnu efni, meðal annars heimildaefni.  Telja flestir augljóst að fyrirtæki á við Netflix pungi ekki út slíkum upphæðum nema telja fullvíst að fá krassandi og söluvænlegt efni í hendurnar. 

Og hvað er söluvænlegra en breska konungsfjölskyldan? Ónefndir heimildarmenn hallarinnar hafa sagt Karl og Vilhjálm afar vara um sig af ótta við að tökulið frá Netflix birtist á hallartröppunum ásamt Harry og Meghan. Hefur því verið gripið til ýmissa ráða til að tryggja að hertogahjónin nái engu mynd- né hljóðefni sem hugsanlega gæti síðar birst á Netflix. 

Til að mynda var Harry og Meghan bannað að nota eigin ljósmyndara þegar að drottningin sáluga hitti dóttur þeirra, Lilibet, nú í júní. 

Örvænting? 

Vilja sumir meina að Harry og Meghan séu orðin örvæntingarfull um að geta ekki uppfyllt samning sinn við Netflix. Þeir eru þó langtum fleiri sem telja það út í hött að þau hjón myndu í alvöru ganga með falinn upptökubúnað. 

Var göngutúrinn fyrsta skiptið sem bræðurnir sáust saman ásamt konum sínum frá því í mars 2020. Margir telja nú von um sættir en að sögn þeirra sem sérhæfa sig að lesa í líkamstjáningu var augljóslega kalt í milli hjónanna tveggja. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Alda vann til verðlauna annað árið í röð

Alda vann til verðlauna annað árið í röð