fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Hringadróttinssaga tvítug – Hvar eru stjörnur ævintýraheimsins í dag?

Fókus
Þriðjudaginn 30. ágúst 2022 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir áratugir eru liðnir síðan að þríleikur Hringadróttinssögu birtist á hvíta tjaldinu og heillaði ævintýraheimur J.R. Tolkien heiminn jafnvel enn meira en áður hafði orðið.

Fjöldi leikara kom fram í þríleiknum á sínum tíma, bæði þrautreyndir jaxlar svo og fólk sem var að feta sín fyrstu spor í leiklistinni.

Það er áhugavert að sjá hvað drifið hefur  á daga nokkurra aðalleikaranna, nú tuttugu árum síðar. 

Bandaríkjamaðurinn Elijah Wood lék aðalhlutverkið, Frodo Baggins. Hann er 41 árs í dag en var enginn nýliði þegar hann landaði hlutverki hins knáa Hobbita. Elijah hóf feril sinn aðeins 8 ára að aldri og lék í fjölda mynda, engum þó jafn þekktri og Hringadróttinssögu, þar sem hann sló ærlega í gegn. Elijah hefur átt góðu gengi að fagna sem leikari og stofnaði þar að auki plötuútgáfufyrirtæki, Simian Records, árið 2005. Það var þó lagt niður tíu árum síðar enda náðust aðeins samningar við tvær hljómsveitir.  

Hann á danska konu, Mette-Marie Kongsved, og hafa verið saman í fimm ár og eiga einn son. 

Elijah vakti mikla athygli árið 2016 þegar hann sagði opinberlega að kynferðisleg misnotkun á barnaleikurum væri mun meiri í Hollywood en nokkurn grunaði. 

Þær voru ófáar konurnar sem andvörpuðu yfir hinum föngulega Viggo Mortensen í hlutverki Aragorn sem umsvifalaust fékk titilinn kyntákn. Viggo hafði samt sem áður leikið í fjölda mynda í 15 ár en með Hringadróttinssögu varð hann stjarna. Hálfdanski leikarinn var engu minni hetja utan hvíta tjaldsins og kaus að afþakka áhættuleikara. Viggo varð fyrir þó nokkrum skrámum við upptökur og braut meðal annars tvær tær við að sparka í hjálm. Allir voru yfir sig hrifnir yfir öskrum og reiði Aragorn, sem reyndar kom til vegna sársaukans, en Viggo lét sem ekkert væri og stöðvaði ekki tökur. Sparkið – og tábrotið – þótti það gott að því var haldið í lokaútgáfu myndarinnar. 

Viggo er 63 ára dag. Hann hefur leikið í fjölda kvikmynda og rakað að sér verðlaunum auk þess að hafa þrisvar sinnum verið tilnefndur til Óskarsverðlauna. Honum hafa þó ekki hlotnast þau enn. 

Frá því 2019 hefur Viggo búið með spænskri leikkonu, Ariadna Gil. Þar á undan var hann giftur pönkrokkaranum Exene Cervenka í 10 ár og eiga þau einn son. 

Hlutverk Arwen var aðeins annað kvikmyndahlutverk Liv Tyler en áður hafði hún leikið á móti Bruce Willis í Armageddon. Liv, sem nú er 45 ára, hélt áfram að njóta velgengni sem leikkona áður en hún sneri sér í auknum mæli að tónlist. Hún á reyndar ekki langt að sækja tónlistargáfuna enda dóttir Steven Tyler, eilífðartöffara og söngvara rokksveitarinnar Aerosmith. Liv var gift breska tónlistarmanninum Royston Langdon í fimm ár og á með honum son. Þau skildu 2008 en 2014 hóf hún samband við besta vin David Beckham, umboðsmanninn David Gardner. Þau eignuðust tvö börn en aðeins tveimur mánuðum eftir að erfiðri baráttu Liv við Covid lauk í fyrra skildu þau skiptum. Liv hefur verið velgjörðarsendiherra UNICEF frá því 2003.

Það koma ekki allir fyrir sig breska leikaranum Andrew Serkis. Staðreyndin er aftur á móti að hann hefur til margra ára verið með tekjuhærri leikurum heims með því að ljá fjölda persóna rödd sína. Hann verður þó sennilegast alltaf þekktastur fyrir að vera rödd Gollum. Andrew hefur verið kvæntur sömu konu til áratuga og lætur lítið fara fyrir sér á rauða dregli Hollywood. Það vakti því athygli þegar að hann mótmælti nýjum reglum um nektarsenur í kvikmyndum sem settar voru í kjölfari #MeToo árið 2018. Sagði Andrew þá að of mikil ritskoðun stíflaði sköpunargáfuna.

Sir Ian McKellen var eins og skapaður í hlutverk Gandálfs. Sir Ian er búin að vera einn þekktasti leikari Breta frá því á sjöunda áratugnum. Hann hefur sópað að sér fjölda verðlauna, , jafnt fyrir sviðs- og kvikmyndaleik. Hann hefur aldrei farið í felur með samkynhneigð sína og verið ötull talsmaður réttindabaráttu samkynhneigðra til áratuga.

Enginn hafði heyrt minnst á Orlando Bloom þegar honum hlotnaðist hlutverk álfsins knáa, Legolas. Orlando varð stjarna við frumsýningu og hefur síðan leikið í fjölda kvikmynda, meðal annars fjórum af Pirates of the Caribeean myndunum. Hann þykir einnig með kynþokkafyllri mönnum Hollywood. Orlando var í sambandi við leikkonuna Kate Bosworth frá 2003 til 2006, hóf samband við ofurfyrirsætuna Miröndu Kerr árið eftir og gengu þau í hjónaband árið 2011. Þau skildu tveimur árum síðar.  Frá 2016 hefur hann verið í sambandið við söngkonuna Katy Perry en þó með hléum. Þau eiga eina dóttur, fædda 2020. Orlando Bloom er 45 ára.Sean Bean var glæsimennið Boromir. Hann hefur leikið í fjölda kvikmynda, ekki síst spennumynda, en sneri aftur á vit ævintýraheima með leik sínum í Game of Thrones. Hann á fjögur stormasöm hjónbönd að baki og kveðst hinn 63 ára gamli leikari nú endanlega hafa misst trú á stofnun hjónabandsins.

Skotinn Billy Boyd var atvinnulaus þegar hann landaði hlutverki Pippin og segist hafa þegir smáaura fyrir hlutverkið. Það aflaði honum aftur á móti frægðar og toppsætis yfir heitustu piparsveina Skotlands árið 2002. Hann tek reglulega að sér hlutverk, vinnur töluvert að því að kynna Skotland á alþjóðavettvangi auk þess að syngja í hljómsveit. Billy, sem nú er 53 ára, hefur verið kvæntur til fjölda ára og á einn son. 

Bandaríski leikarinn Sean Astin hóf feril sinn sem barn og hefur leikið í fjölda kvikmynda og sjónvarpsþátta í áratugi. Hann fangði áhorfendur Hringadróttinssögu sem hinn tryggi og góðhjartaði Samwise. Sean, sem er 51 árs, er búin að vera giftur framleiðandanum Christine Harrell frá 1992 og eiga þau þrjár dætur. Kom ein þeirra fram í Hringadróttinssögu sem dóttir Samwise. Sean er mjög virkur í starfi Demókrataflokks Bandaríkjanna og hefur unnið ötullega með forsetaframbjóðendum flokksins í gegnum árin. Heillakarlinn Merry var leikinn af Dominic Monaghan sem nú er 45 ára. Dominic lék í nokkrum vinsælum myndum og sjónvarpsþáttum en smám saman fór að halla undan fæti. Hann lenti mjög opinberum deilum á samfélagsmiðlum árið 2012. Um var að ræða skot á meðleikara sína úr sjónvarpsþáttunum Lost, Evangeline Lilly, sem hann átti í ástarsambandi við, og Matthew Fox. Árið 2013 var hann sakaður um að senda konu nokkurri fjölda kynferðislegra opinskárra skilaboða auk hótana eftir að hún hafnaði boði hans um kynlíf. Dominic hefur ávallt neitað þessum ásökunum og segir konuna hafa ofsótt sig. Hann ku vera mikið náttúrubarn og keypti meðal annars skóg af mangótrjám í Indlandi. Lítið hefur farið fyrir kappanum undanfarin ár og hugsanlega er hann meðal trjánna í Indlandi. 

John Rhys-Davies, 78 ára, hafði fyrir löngu skapað sér orð sem einn þekktasti leikari Breta þegar hann lék Gimli. Hann hefur leikið í kvikmyndum, sjónvarpi, á sviði og margoft ljáð fjölda persóna rödd sína. Hann var kvæntur leikkonunni Suzanne Wilkinson frá 1966 en þrátt fyrir að slíta sambúð árið 1985 skildu þau aldrei að lögum. Þau héldu vináttu sinni og var John við hlið Suzanne er hún lést úr Alzheimer árið 2010. John var afar opinskár stuðningsmaður Brexit en hefur fengið orð á sig fyrir dónaskap og tillitsleysi í umræðum í sjónvarpi. Hann er einnig talsmaður ferðamálaráðs Nýja-Sjálands, þaðan sem núverandi kona hans er frá. Ian Holm hafði þegar fengið riddaranafnbót við afrek sinni í leiklistinni þegar hann lék Bilbo Baggins. Hann hafði löngum sérhæft sig í sviðsleik og þá einkum verkum Shakespeare. Ian gaf sér þó tíma til að kvænast fjórum sinnum og eignaðist tvær dætur. Ian lést, 88 ára gamall, árið 2020.Cate Blanchett lék álfardrottninguna lafði Galadriel en hafði þá þegar skapað sér nafn sem leikkona. En með Hringadróttinssögu reis stjarna hennar enn frekar og hafa henni hlotnast fjölda verðlauna fyrir leik sinn í gegnum tíðina, þar af tvenn Óskarsverðlaun

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Í gær

Anne Hathaway þurfti að slumma tíu menn – „Þetta hljómaði viðbjóðslega“

Anne Hathaway þurfti að slumma tíu menn – „Þetta hljómaði viðbjóðslega“
Fókus
Í gær

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Leið eins og Mary Poppins

Leið eins og Mary Poppins
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Eiginmaður Katrínar segir þau hafa farið að rífast þegar þau hittust fyrst

Eiginmaður Katrínar segir þau hafa farið að rífast þegar þau hittust fyrst
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Uppnám á tónleikum Laufeyjar – Hundruð falsaðra miða í umferð og sviknir aðdáendur grétu

Uppnám á tónleikum Laufeyjar – Hundruð falsaðra miða í umferð og sviknir aðdáendur grétu
Fókus
Fyrir 3 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell