fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Fókus

Tekjudagar DV: Harðnar í ári hjá Línu Birgittu og Gumma Kíró

Fókus
Miðvikudaginn 17. ágúst 2022 11:01

Gummi Kíró og Lína Birgitta. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tekjur ofurparsins Línu Birgitta Sigurðardóttir og Guðmundar Birkis Pálmasonar, iðulega kallaður Gummi Kíró, drógust saman milli ára.  Lína Birgitta og Gummi Kíró eru ekki aðeins par heldur einnig viðskiptafélagar. Þau stofnuðu merkið Moxen Eyewear í sumar og gáfu út fyrstu sólgleraugnalínuna í júlí.  Þau eru einnig að vinna í því að opna rými fyrir atvinnurekendur, eða „business pad“ eins og þau kalla það.

Sjá einnig: Lína Birgitta þvertekur fyrir að selja sólgleraugu frá AliExpress á uppsprengdu verði

Fyrirtækjarekstur er þeim báðum vel kunnugur. Lína Birgitta hefur rekið fatafyrirtækið Define The Line í árabil og Gummi – sem er kírópraktor – er eigandi Kírópraktorstöðvar Reykjavíkur. Þau eru einnig bæði vinsæl á samfélagsmiðlum, Lína Birgitta er með tæplega 27 þúsund fylgjendur og Gummi með ellefu þúsund fylgjendur.

Sjá einnig: Verðmæti merkjavörusafns áhrifavaldsins Línu Birgittu hleypur á milljónum

Lína og Gummi eiga það sameiginlegt að vera mikið fyrir merkjavörur og kaupa sér reglulega tískuvörur frá lúxusmerkjum á borð við Gucci, Fendi og Yves Saint Laurent. Þau sýna gjarnan frá gersemunum á samfélagsmiðlum og gefa stundum ýmis ráð varðandi hvernig er best að festa kaup á slíkri vöru.

Miðað við greitt útsvar á síðasta ári má ætla að mánaðarlegar tekjur Gumma árið 2021 séu 1.084.097 kr. á mánuði og Línu Birgittu séu 370.109 kr. á mánuði.

Til samanburðar var Gummi með 1.221.368 kr. á mánuði í tekjur árið 2020 en Lína Birgitta var með 413.720 kr.

DV mun í samstarfi við Fréttablaðið skrifa upp netfréttir úr álagningaskrá Ríkisskattstjóra sem munu birtast í dag og næstu daga. Rétt er að geta þess að um mánaðarlaun einstaklinga er að ræða, sem reiknaðar eru út frá útsvari, en einnig geta umræddir einstaklingar verið með aðrar tekjur, til dæmis fjármagnstekjur, sem ekki eru inn í þessum tölum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nýr kærasti Jennifer Aniston – Heillandi gúru með litríka fortíð

Nýr kærasti Jennifer Aniston – Heillandi gúru með litríka fortíð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Guðni Th. mælir með Þorskasögu

Guðni Th. mælir með Þorskasögu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sambandsráðgjafi: Fjögur merki um að sambandið sé dauðadæmt

Sambandsráðgjafi: Fjögur merki um að sambandið sé dauðadæmt
Fókus
Fyrir 3 dögum

Getur frjókornaofnæmi haft áhrif á leggöng kvenna

Getur frjókornaofnæmi haft áhrif á leggöng kvenna
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kynlífsráðgjafi með 45 ára reynslu: Þetta er helsta ástæða framhjáhalds

Kynlífsráðgjafi með 45 ára reynslu: Þetta er helsta ástæða framhjáhalds
Fókus
Fyrir 5 dögum

Tónlistarhátíð aflýst þegar tilkynnt var um komu Kanye West

Tónlistarhátíð aflýst þegar tilkynnt var um komu Kanye West