Heimildir segja Variety, People, Deadline og öðrum miðlum að Juliu Garner hefur verið boðið hlutverk Madonnu í ævisögulegri mynd Universal Pictures um söngkonuna frægu og búist er við því að hún taki því. Hin 28 ára Julia hefur í marga mánuði verið talin líklegust til að leika Madonnu. Gárungar segja að hún hafi verið fremst í flokki tuga mögulegra leikkona í erfiðu prufuferli.
Prufurnar líktust hernaðarbúðum með söngi, dansi og leiki. Madonna sjálf, sem er orðin 63 ára, mun framleiða og leikstýra myndinni, sem mun fjalla um upphaf tónlistarferils hennar upp að smellinum hennar frá árinu 1990 Vogue, samkvæmt Daily Beast. Hún tók einnig þátt í að skrifa myndina ásamt Diablo Cody og Erin Cressida Wilson.
Þegar tilkynnt var að framleiðsla á kvikmyndinni hafi verið hafin sagði Madonna að hún vonaðist til að „sýna ótrúlegu leiðina sem lífið mitt hefur tekið sem listamaður, dansari og manneskja að reyna að finna sér veg í þessum heimi. Áhersla myndarinnar verður alltaf á tónlist. Tónlist hefur haldið mér gangandi og listin haldið mér lifandi. Það eru svo margar sögur ósagðar og svo mikill innblástur og hver er betri til að segja frá því en ég. Það er mikilvægt að ég deili þessari sannkölluðu rússíbanaferð sem lífið mitt hefur verið með minni rödd og sýn.“
Julia Garner er þekktust fyrir hlutverk sín sem loddarinn Anna Sorokin í Inventing Anna og Ruth Langmore í Ozark. Billboard segir að viðbrögðin við ráðningunni á samfélagsmiðlum hafi verið afburðagóð. Leikkonan Julia Fox úr Uncut Gems er sögð geta verið að fara að leika Debi Mazar, besta vinkona Madonnu til margra ára.