fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Fyrsta fyrirtæki Línu Birgittu fór í gjaldþrot – „Sá tími var viðbjóður fyrir mig andlega“

Fókus
Miðvikudaginn 4. maí 2022 11:02

Skjáskot/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athafnakonan og áhrifavaldurinn Lína Birgitta Sigurðardóttir opnar sig um erfiðleika við fyrirtækjarekstur. Hún er eigandi Define The Line, þar sem hún hannar og selur íþróttaklæðnað. Hún er einnig mjög vinsæll áhrifavaldur, með yfir 27 þúsund fylgjendur á Instagram, og heldur úti hlaðvarpinu Spjallið með vinkonum sínum, Gurrý Jónsdóttur og Sólrúnu Diego.

Áhrifavaldurinn svaraði spurningum fylgjenda sinna á Instagram í gær. Einn þeirra spurði hvort henni hefði þótt erfitt að byrja með fyrirtæki og svaraði hún játandi – fyrsta fyrirtæki hennar fór í gjaldþrot og munaði litlu að hún myndi gefast upp.

„Ég byrjaði í eigin rekstri 22 ára og það var mjög krefjandi. Ég er samt mjög þakklát fyrir að hafa ekki gefist upp þrátt fyrir mikinn mótbyr,“ segir Lína Birgitta.

„Maður lærir ótrúlega mikið af reynslunni og enginn skóli hefði geta kennt mér það sem ég kann í dag eftir níu ár í eigin rekstri.  Það að vera með eigið fyrirtæki er enginn glamúr og snýst oftar en ekki um að leysa vandamál. Hins vegar er ótrúlega gaman að vera með eigin rekstur og að leysa ákveðin vandamál. Og það skemmtilegasta er að sjá fyrirtækið sitt stækka,“ segir hún.

„Fyrsta fyrirtækið mitt fór í gjaldþrot og ég hélt á þeim tíma að ég væri búin. Sá tími var viðbjóður fyrir mig andlega en ég kom enn sterkari til baka og shit hvað ég lærði mikið á þeim tíma. Ég byrjaði með enga reynslu og með pening sem ég hafði safnað mér fyrir nýjum bíl. Tók svo ákvörðum að nota peninginn í eigin rekstur í staðinn og stökk í djúpu laugina því ég ætlaði mér að hafa trú á sjálfri mér. Ég var skíthrædd við þessa ákvörðun en þakklát í dag að ég lét slag standa.“

Ekki rík pabbastelpa

Lína fékk í kjölfarið skilaboð frá fylgjanda sem hún deildi í Story. Hún sagði að þetta væri ekki í fyrsta sinn sem hún fær skilaboð af þessum toga.

„Vá. Ég er nýbyrjuð að fylgja þér og veit ekkert um þig og hélt (mér til skammar) að þú værir bara einhver rosa rík pabbastelpa sem gerði ekkert nema að dúlla sér og eyða pening í merkjavörur. Fyrirgefðu að ég hafði þessa fordóma fyrir þér,“ sagði fylgjandinn.

Athafnakonan segir að henni þykir vænt um það þegar hún fær svona skilaboð. „Það er jákvætt að fólk átti sig á að oftar en ekki eru hlutirnir ekki eins og maður heldur,“ segir hún.

„Ég hef unnið svo hörðum höndum að öllu mínu og þið megið alveg vita að ég kem ekki af ríkri fjölskyldu.“

Skjáskot/Instagram

Í mars opnaði Lína Birgitta sig um það þegar faðir hennar fór í fangelsi.

Sjá einnig: Lína Birgitta rifjar upp erfitt atvik – „Hann kallar yfir alla stofuna: „Pabbi minn er allavega ekki í fangelsi eins og pabbi þinn““

„Ég hef unnið fyrir sjálfri mér síðan ég var unglingur,“ heldur hún áfram.

„Ég hef alltaf haft ákveðnar skoðanir á því hvernig lífi ég vil lifa. Það eru margir sem átta sig ekki á því að ég þarf að leggja extra hart að mér því ég er að díla við ólæknandi sjúkdóm og fer í lyfjagjöf á sex vikna fresti á spítala, og sjúkdómurinn bitnar mikið á lífinu mínu, þótt þið sjáið það ekki, því það sem þið sjáið hérna inni er max fimm prósent af líinu mínu.“

Að lokum hvetur hún fólk til að dæma ekki aðra fyrir fram. „Munum að vera góð við hvert annað því við höfum í alvörunni ekki hugmynd um hvað næsti maður er að díla við,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta