fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Sorglegi sannleikurinn á bak við frægu myndina – Lamin en enginn heyrði hjálparköllin

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 3. maí 2022 11:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marilyn Monroe er vafalaust ein frægasta leikkona sögunnar og var helsta kyntákn sjötta áratug síðustu aldar. Til þessa dags þekkir bæði yngra og eldra fólk nafn hennar og hefur séð af henni myndir, óháð því hvort þau hafi nokkru sinni horft á kvikmyndir hennar. Marilyn Monroe lést þann 5. ágúst 1962, tæplega 36 ára gömul, og var mikið fjölmiðlafár í kringum dauða hennar.

Á dögunum kom út heimildarmyndin The Mystery of Marilyn Monroe: The Unheard Tapes á streymisveitunni Netflix. Myndin skoðar líf og dauða bandarísku stórstjörnunnar og birtir áður óséð viðtöl við vini hennar.

Meðal þess sem kemur fram í myndinni er hvað gerðist á bak við luktar dyr eftir að fræga myndin af henni í hvíta kjólnum var tekin.

Myndin er án efa frægasta myndin af stjörnunni og þegar margir hugsa um Marilyn – hugsa þeir um þessa mynd. Ljósmyndin var tekin þann 15. september 1954 á tökustað kvikmyndarinnar The Seven Year Itch af ljósmyndaranum Sam Shaw.

Leikkonan var fræg fyrir en þessi mynd gerði hana enn frægari, hún hefur verið endurprentuð í milljónum eintaka og er ein frægasta mynd allra tíma. En það er sorglegur sannleikur á bak við hana.

Lamin á hótelherberginu

Marilyn byrjaði í sambandi með hafnarboltastjörnunni Joe Dimaggio árið 1952, þau giftust í janúar 1954 en skildu í október sama ár.

Joe Dimaggio vildi heimavinnandi húsmóður en ekki stórstjörnu og kyntákn sem eiginkonu. Spennan náði hámarki við tökur á The Seven Year Itch, þegar víðfræga ljósmyndin var tekin.

Vegfarendur stöðvuðu til að horfa á leikkonuna og fljótlega var stór hópur af fólki og fjölmiðlum að fylgjast með. Þegar vindhviða kom undir kjól hennar, sem lyftist, fagnaði áhorfendahópurinn en Dimaggio varð sífellt reiðari.

Í Netflix heimildarmyndinni er birt viðtal við hárgreiðslukonu Marilyn, sem sá um hár hennar fyrir The Seven Year Itch.

„Joe var í miklu uppnámi,“ sagði hún um myndatökuna. „Þau voru með svítu á mjög gömlu og fallegu hóteli. Og hann lamdi hana aðeins. Marilyn sagði að hún hefði öskrað og kallað á okkur. En við heyrðum ekki í henni, veggirnir voru of þykkir.“

Hún sagði að næsta dag hefði Marilyn verið með glóðarauga og marbletti á öxlunum. „En farði faldi þetta og hún hélt áfram að vinna,“ sagði hún.

Horfðu á myndbandið hér að neðan þar sem er sýnt frá tökunni og viðtölum við Marilyn eftir skilnaðinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Uppnám á tónleikum Laufeyjar – Hundruð falsaðra miða í umferð og sviknir aðdáendur grétu

Uppnám á tónleikum Laufeyjar – Hundruð falsaðra miða í umferð og sviknir aðdáendur grétu
Fókus
Fyrir 3 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hún segir þetta vera „náttúrulegt Ozempic“ og margir eiga það nú þegar í eldhússkápnum

Hún segir þetta vera „náttúrulegt Ozempic“ og margir eiga það nú þegar í eldhússkápnum
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“