fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Fókus

Matur&heimili: Bolludagur og sprengidagur í forgrunni

Fókus
Þriðjudaginn 22. febrúar 2022 13:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þátturinn Matur&heimili, í umsón Sjafnar Þórðar, er á dagskrá Hringbrautar í kvöld kl. 19 og aftur kl. 21.

Í þætti kvöldsins verða bolludagur og sprengidagur í forgrunni. Elenora Rós Georgsdóttir bakari og metsöluhöfundur, sem þegar hefur töfrað landsmenn upp úr skónum með útgeislun sinni og bakstri, heimsækir Sjöfn Þórðar í eldhúsið og útbýr nokkrar af sínum uppáhalds bollum fyrir áhorfendur í tilefni bolludagsins.

„Bollu­dag­ur er upp­á­halds­dag­ur minn,“ segir Elen­ora en hún kall­ar bolludaginn þjóðhátíðardag bak­ara og veit fátt skemmtilegra en að baka bollur ofan í landsmenn stóru bolludagshelgina sem framundan er. Hún segist að ómögulega geta valið hvað sé sín uppáhalds bolla. „Möguleikarnir á fyllingum eru óþrjótandi og hver og einn getur valið sér þá fyllingu sem bragðlaukarnir girnast.“

Baunasúpan fullkomnuð

Síðan liggur leið Sjafnar heim í eldhúsið til Kristínar Edwald hæstaréttarlögmanns og eldhúsdrottningarinnar með meiru en Kristínu er margt til lista lagt. Hún ætlar að fullkomna sína baunasúpu fyrir sprengidaginn og bjóða Sjöfn að njóta. Saltkjöt og baunir er rétturinn sem verður á borðum flestra landsmanna á sprengidag samkvæmt hefðinni.

„Einu sinni var baunasúpan borðuð þar til að maður var sprunginn en það er liðin tíð. Nú er að njóta og borða sig passlega saddan,“segir Kristín sem elskar að dekka borð fyrir matargesti sína. Kristínu er margt til lista lagt og fáum við smjörþefinn af því í þættinum Matur og Heimili í kvöld. Hún á það til að fara fram úr sér því hún er svo spennt fyrir dögum þar sem matur og aðra kræsingar koma við sögu.

Sem fyrr segir er þátturinn á dagskrá Hringbrautar í kvöld kl. 19 og aftur kl. 21. Brot úr þætti kvöldsins má sjá í spilaranum hér fyrir neðan:

Matur og heimili stikla 22. febrúar 2022
play-sharp-fill

Matur og heimili stikla 22. febrúar 2022

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Grill- og tónlistarhátíðin Kótelettan fór fram í blíðskaparveðri

Grill- og tónlistarhátíðin Kótelettan fór fram í blíðskaparveðri
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sambandsráðgjafi: Fjögur merki um að sambandið sé dauðadæmt

Sambandsráðgjafi: Fjögur merki um að sambandið sé dauðadæmt
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Það komu upp alls konar tilfinningar en mest fann ég fyrir stolti og gleði“

„Það komu upp alls konar tilfinningar en mest fann ég fyrir stolti og gleði“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kynlífsráðgjafi með 45 ára reynslu: Þetta er helsta ástæða framhjáhalds

Kynlífsráðgjafi með 45 ára reynslu: Þetta er helsta ástæða framhjáhalds
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hafði þetta að segja um hjónabandið fjórum mánuðum áður en eiginmaðurinn sótti um skilnað

Hafði þetta að segja um hjónabandið fjórum mánuðum áður en eiginmaðurinn sótti um skilnað
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þórunn Antonía rifjar upp harmsögu strippara á Óðal í skugga mansalsrassíu

Þórunn Antonía rifjar upp harmsögu strippara á Óðal í skugga mansalsrassíu
Hide picture