fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Taylor Swift lætur einn nýjasta Íslendinginn fá það óþvegið

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 25. janúar 2022 09:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Taylor Swift lætur tónlistarmanninn Damon Albarn heyra það eftir að hann hélt því fram í nýlegu viðtali að hún semdi lögin sín ekki sjálf.

Damon, 53 ára, er söngvari vinsælu hljómsveitanna Gorillaz og Blur. Hann fékk íslenskan ríkisborgararétt fyrir ári síðan og býr í Grafarvoginum.

Söngvarinn sakaði Taylor um að semja ekki eigin lög í viðtali hjá Los Angeles Times. Hann sagði að það „telst ekki með“ þegar hún semur lögin sín með einhverjum öðrum (e. co-writing).

Taylor skaut föstum skotum til baka á Twitter í gærkvöldi. „Ég var mikill aðdáandi þinn þar til ég sá þetta. Ég sem ÖLL lögin mín. Þetta er kolrangt og svo eyðileggjandi. Þér þarf ekki að líka við lögin mín en það er virkilega ruglað að reyna að draga verk mín í efa.“

Í viðtalinu sagði Damon: „Ég veit hvað er að semja með einhverjum (e. co-writing). Það er allt annað en að semja. Ég er ekki að drulla yfir neinn, ég er bara að segja að það sé mikill munur á lagahöfundi og lagahöfundi sem semur með öðrum. Það þýðir ekki að útkoman geti ekki verið frábær. Ætli ég sé ekki bara hefðbundinn þegar kemur að þessu.“

Taylor Swift er þekkt fyrir að semja eigin tónlist og hefur unnið með öðrum tónlistarmönnum í gegnum árin.

Aðdáendur voru fljótir að koma söngkonunni til varnar og benda meðal annars á að hún samdi öll lögin á plötunni „Speak Now“ sem kom út árið 2010, þá var hún aðeins nítján ára gömul.

„Taylor Swift samdi ekki alla „Speak Now“ plötuna nítján ára gömul svo einhver gæti sagt þetta,“ sagði einn netverji á Twitter.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
Fókus
Í gær

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hún segir þetta vera „náttúrulegt Ozempic“ og margir eiga það nú þegar í eldhússkápnum

Hún segir þetta vera „náttúrulegt Ozempic“ og margir eiga það nú þegar í eldhússkápnum